Erlent

Suður­kóreska þyrlu­flakið fundið

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Brot úr þyrlunni sem hrapaði við austurströnd Suður-Kóreu á föstudag.
Brot úr þyrlunni sem hrapaði við austurströnd Suður-Kóreu á föstudag. epa/S. KOREA COAST GUARD HANDOUT
Björgunarsveitir hafa fundið flak sjúkraþyrlu sem hrapaði skömmu eftir flugtak við austurströnd Suður-Kóreu á föstudag. Landhelgisgæslan hefur tvær þyrlur sömu tegundar á leigu en þær hafa áður verið kyrrsettar vegna mannskæðra slysa.

Talið er að allir sem um borð voru, áhöfn og farþegar, hafi farist. Sjúkraþyrlan var í sjúkraflugi þegar slysið varð nærri Dokdo-eyjaklasanum. Vélin var af gerðinni Airbus H225 Super Puma.

„Alls voru sjö manns um borð í þyrlunni, þar af fimm björgunarliðar, einn sjúklingur og inn varðliði,“ sagði Seong Ho-seon, yfirmaður björgunarsveita í Suður-Kóreu.

Seong Ho-seon, yfirmaður björgunarsveita í Suður-Kóreu.stöð 2
Umfangsmiklar leitar- og björgunaraðgerðir þar sem fleiri en þrjátíu kafarar taka meðal annars þátt. Flakið fannst á um fjörutíu metrar dýpi í hafinu og eru líkur á því að einhver finnist á lífi nær engar.

Þyrlan sem fórst í Suður-Kóreu var tekin í notkun í mars 2016 að því er Suðurkóreskir fjölmiðlar greina frá. Hún á að hafa verið yfirfarin í september eða október síðastliðnum. Ekkert hefur komið fram um tildrög slyssins sem forseti landsins hefur fyrirskipað að halar þyrlur sömu tegundar skulu yfirfarnar.

Að minnsta kosti tvö önnur mannskæð þyrluslys hafa orðið þar sem þyrlur sömu tegundar koma við sögu. Þrettán fórust í Noregi árið 2016 Airbus H225 brotlenti í Tyrøy í Hörðalandi. Í kjölfarið innleiddi Airbus breytingar á gírkassa H225-þyrlanna, eftir að bróðurpartur flotans var kyrrsettur um heim allan.

Landhelgisgæslan fylgist grant með rannsókn slyssins í Suður-Kóreu og sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi að óskað yrði eftir upplýsingum frá Airbus og flugmálayfirvöldum. En sem komið er hefur ekkert komið fram sem kallið á viðbrögð að hálfu gæslunnar að svo stöddu.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×