Bergfyllan í Ketubjörgum féll fram í sjó Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 07:15 Þessar myndir eru frá árinu 2015 þegar lögreglan lokaði svæðinu af öryggisástæðum. mynd/lögreglan skagafirði Bergfyllan sem skagað hefur út frá bjargbrúninni á Ketubjörgum á Skaga undanfarin ár féll fram í sjó um helgina. Þúsundir tonna af jarðvegi fóru því í sjóinn en frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar er rætt við Ingólf Sveinsson frá Lágmúla á Skaga sem kveðst varla hafa trúað sínum eigin augum þegar hann sá að fyllan væri hrunin úr bjarginu. Ekki er vitað hvenær um helgina bergfyllan hrundi fram en hún var þó á sínum stað á föstudaginn. Ketubjörg eru um 40 kílómetra norður af Sauðárkróki og vinsæll útsýnisstaður ferðamanna. Svæðið þar sem fyllan losnaði frá bjarginu heitir Innri-Bjargavík en lögreglan lokaði svæðinu tímabundið árið 2015 eftir að hættulegar sprungur tóku að myndast. Það gerðist eftir að klakastífla myndaðist á svæðinu svo lækjarvatn tók að smjúga niður í móbergið þannig að það losnaði. Um 65 metra hár klettur gróf sig frá berginu og varð frístanandi en á milli hans og bergsins var gjá sem breikkaði og var orðin á þriðja metra þegar bergfyllan hrundi fram. Allt að 20 metra hár bingur af mold og grjóti er nú undir berginu. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Elvar Már Jóhannsson, áhugaljósmyndari á Sauðárkróki, tók á svæðinu í gær en á því sést að kletturinn er horfinn og í staðinn kominn jarðvegsbingur. Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Bergfyllan sem skagað hefur út frá bjargbrúninni á Ketubjörgum á Skaga undanfarin ár féll fram í sjó um helgina. Þúsundir tonna af jarðvegi fóru því í sjóinn en frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar er rætt við Ingólf Sveinsson frá Lágmúla á Skaga sem kveðst varla hafa trúað sínum eigin augum þegar hann sá að fyllan væri hrunin úr bjarginu. Ekki er vitað hvenær um helgina bergfyllan hrundi fram en hún var þó á sínum stað á föstudaginn. Ketubjörg eru um 40 kílómetra norður af Sauðárkróki og vinsæll útsýnisstaður ferðamanna. Svæðið þar sem fyllan losnaði frá bjarginu heitir Innri-Bjargavík en lögreglan lokaði svæðinu tímabundið árið 2015 eftir að hættulegar sprungur tóku að myndast. Það gerðist eftir að klakastífla myndaðist á svæðinu svo lækjarvatn tók að smjúga niður í móbergið þannig að það losnaði. Um 65 metra hár klettur gróf sig frá berginu og varð frístanandi en á milli hans og bergsins var gjá sem breikkaði og var orðin á þriðja metra þegar bergfyllan hrundi fram. Allt að 20 metra hár bingur af mold og grjóti er nú undir berginu. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Elvar Már Jóhannsson, áhugaljósmyndari á Sauðárkróki, tók á svæðinu í gær en á því sést að kletturinn er horfinn og í staðinn kominn jarðvegsbingur.
Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira