Sport

Gervigreind gæti leitað upp ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks innan tveggja ára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gervigreindin gæti hjálpað til í rannsóknum á ólöglegri lyfjanotkun.
Gervigreindin gæti hjálpað til í rannsóknum á ólöglegri lyfjanotkun. Getty/Frederic T Stevens
Alþjóðalyfjaeftirlitið eltir uppi nýjustu tækniframfarir í baráttu sinni gegn ólöglegri lyfjanotkun í íþróttum. Nú hefur stefnan verið sett á að nýta sér gervigreind í allra næstu framtíð.

Telegraph segir frá metnaðarfullu markmiði Wada að innan tveggja ára verði Alþjóðalyfjaeftirlitið farið að nota gervigreind við að leita upp íþróttamenn sem nota ólögleg efni.





Alls eru yfir þrjú hundruð þúsund lyfjapróf framkvæmd á íþróttafólki á hverju ári út um allan heim en margir hafa áhyggjur af virkni prófanna og getunni að gera nákvæmar og allar nauðsynlegar rannsóknir á þeim.

Svindlararnir eru oft nokkrum skrefum á undan eins og sést vel á því að Ólympíuverðlaunahafar eru að falla á lyfjaprófum mörgum árum seinna þegar tækni lyfjaeftirlitsins hefur loksins náð í skottið á þeiom.

Hér gæti gervigreindin komið mjög sterk inn og aukið árangurinn í baráttunni. Með henni væri meiri líkur á því að uppgötva ólögleg efni í sýnum íþróttafólksins.

„Gervigreindin býður upp á einn augljósan gróða sem er að taka saman mikið magn af upplýsingum og lesa úr þeim sem er eitthvað sem mannsheilinn ræður ekki við,“ sagði Olivier Rabin, yfirmaður á vísindasviði Wada.

„Við viljum nota gervigreindina til að auka getu okkar að ná yfir fleiri próf. Með henni gætum við vaktað grunsamlega fylgni sem gæti verið vísbending um ólöglega lyfjanotkun hjá íþróttafólki,“ sagði Olivier Rabin.

„Þetta boðar mjög gott og við erum hér með eitthvað sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á það hvernig við skipuleggjum og framkvæmum lyfjapróf í baráttunni gegn ólöglegri lyfjanotkun í íþróttum,“ sagði Rabin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×