Dívupissukeppni milli Eyþórs Inga og Jóhönnu Guðrúnar Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2019 12:30 Eyþór Ingi og Jóhanna Guðrún á jólatónleikunum frá því í fyrra. mynd/stefán þór friðriksson „Þetta er svona frekar snemmt miðað við jólatónleika og því blöndum við þessu aðeins saman við einhver dívulög og við keppum við hvort annað að syngja hærri tóna. Það gæti einkennt þessi tónleika einhver svona dívupissukeppni,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson sem stendur fyrir jólatónleikum ásamt Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttir í lok nóvember og síðan aftur rétt fyrir jól í Hofi á Akureyri. Þau standa fyrir tvennum tónleikum í Háskólabíói þann 29. og 30. nóvember og verði tónleikar þeirra fyrir norðan 22. desember. „Fyrst og fremst verða þetta jólalög en við leyfum okkur einnig að taka eitthvað aðeins annað af því að okkur finnst við vera það snemma á ferðinni. En þetta eru samt jólatónleikar og það verða jólaskreytingar á sviðinu og allt sem bendir til þess að þetta séu jólatónleikar. Við tökum bara smá hliðarspor hér og þar.“ Hann segir að gospelkór Jóns Vídalíns verði með þeim á sviðinu á tónleikunum. „Við byrjuðum með þetta í fyrra og seldum upp á þrenna tónleika í Háskólabíói þrátt fyrir að hafa varla auglýst. Það var það gaman að okkur langaði til að prófa þetta aftur. Við erum aftur á móti í fyrsta skipti í Hofi núna.“En hvor þeirra getur sungið hærra?„Það myndi vera ég,“ segir Eyþór og skellihlær. „Nei ég veit það ekki. Þetta er svolítið skemmtilegar raddir sem flútta fallega saman. Við getum bæði tekið milda pakkann á þetta en svo er hægt að rífa sig upp í rassgat. Við fáum orku frá hvor öðru á sviðinu og erum að reyna gera eitthvað sem maður ræður varla við. Það skilar sér oft í einhverri bombu.“ Hugmyndin að jólatónleikum þeirra tveggja kviknaði þegar þau komu saman á jólatónleikum Fíladelfíu árið 2014 og voru þeir sýndir á Stöð 2.Hér að neðan má sjá upptöku af þeim tónleikum þegar þau tóku lagið Hjartað lyftir mér hærra. Jól Tengdar fréttir Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
„Þetta er svona frekar snemmt miðað við jólatónleika og því blöndum við þessu aðeins saman við einhver dívulög og við keppum við hvort annað að syngja hærri tóna. Það gæti einkennt þessi tónleika einhver svona dívupissukeppni,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson sem stendur fyrir jólatónleikum ásamt Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttir í lok nóvember og síðan aftur rétt fyrir jól í Hofi á Akureyri. Þau standa fyrir tvennum tónleikum í Háskólabíói þann 29. og 30. nóvember og verði tónleikar þeirra fyrir norðan 22. desember. „Fyrst og fremst verða þetta jólalög en við leyfum okkur einnig að taka eitthvað aðeins annað af því að okkur finnst við vera það snemma á ferðinni. En þetta eru samt jólatónleikar og það verða jólaskreytingar á sviðinu og allt sem bendir til þess að þetta séu jólatónleikar. Við tökum bara smá hliðarspor hér og þar.“ Hann segir að gospelkór Jóns Vídalíns verði með þeim á sviðinu á tónleikunum. „Við byrjuðum með þetta í fyrra og seldum upp á þrenna tónleika í Háskólabíói þrátt fyrir að hafa varla auglýst. Það var það gaman að okkur langaði til að prófa þetta aftur. Við erum aftur á móti í fyrsta skipti í Hofi núna.“En hvor þeirra getur sungið hærra?„Það myndi vera ég,“ segir Eyþór og skellihlær. „Nei ég veit það ekki. Þetta er svolítið skemmtilegar raddir sem flútta fallega saman. Við getum bæði tekið milda pakkann á þetta en svo er hægt að rífa sig upp í rassgat. Við fáum orku frá hvor öðru á sviðinu og erum að reyna gera eitthvað sem maður ræður varla við. Það skilar sér oft í einhverri bombu.“ Hugmyndin að jólatónleikum þeirra tveggja kviknaði þegar þau komu saman á jólatónleikum Fíladelfíu árið 2014 og voru þeir sýndir á Stöð 2.Hér að neðan má sjá upptöku af þeim tónleikum þegar þau tóku lagið Hjartað lyftir mér hærra.
Jól Tengdar fréttir Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00