Sport

Trump var næstum því búinn að eyðileggja bardagakvöldið í New York

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Trump mætir í MSG í fylgd Dana White, forseta UFC.
Trump mætir í MSG í fylgd Dana White, forseta UFC. vísir/getty

Það stóð tæpt að síðustu tveir bardagarnir á kvöldinu stóra hjá UFC í New York um síðustu helgi hefðu farið fram. Þökk sé Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Öryggissveit Trump ku hafa farið mikinn í Madison Square Garden og þurft mikið pláss. Hún ætlaði að láta loka skrifstofa lyfjaeftirlitsins þar sem bardagakapparnir þurfa að fara í gegn áður en þeir fara í búrið.

„Ég átti eftir að fara í læknisskoðun á skrifstofunni en sérsveit forsetans ætlaði að loka henni fyrir hann. Þeir reyndu að henda mér út,“ sagði Darren Till sem var í næstsíðasta bardaga kvöldsins.

„Þeir voru að segja við mig að ég gæti ekki barist en ég neitaði að yfirgefa herbergið.“

Hann neyddist þó til þess að yfirgefa herbergið á endanum en blessunarlega tókst að redda málunum. Læknirinn hitti Till og kappana í síðustu bardögunum í sínum búningsklefum en mikil ringulreið og óvissa er sögð hafa myndast baksviðs.


Tengdar fréttir

Baulað á Bandaríkjaforseta á bardagakvöldi

Donald Trump Bandaríkjaforseti hlaut misgóðar viðtökur í Madison Square Garden-höllinni í New York í gærkvöldi þar sem hann var mættur til þess að fylgjast með UFC 244 bardagakvöldinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.