Norðmenn leysa 64 ára gamalt mannshvarfsmál Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2019 13:17 Arne Odd Torgersen hvarf frá heimili sínu í Holum í Mandal aðfaranótt 18. janúar 1955. Úr tilkynningu norsku lögreglunnar árið 1955. Rannsóknir hafa leitt í ljós að líkamsleifar sem fundust í Mandal á suðurströnd Noregs í september séu af Arne Odd Torgersen sem hvarf sporlaust árið 1955. Lögregla í Noregi greindi frá þessu í morgun. Harald Skjønsfjell hjá norsku rannsóknarlögreglunni segir að upplýsingum á tönnum hafi leitt til þess að staðfest hafi verið að um Torgersen hafi verið að ræða. Gömul gúmmístígvél með mannsbeinum fundust á einkajörð í Mandal í september síðastliðinn. Við hliðina fannst riffill og aðrir minni munir. Fljótlega eftir að munirnir fundust fór grunur að beinast að því hvort um Torgersen hafi verið að ræða. Arne Odd Torgersen hvarf frá heimili sínu í Holum í Mandal aðfaranótt 18. janúar 1955. Hann var þá 21 árs gamall, en málið vakti mikla athygli í Noregi á sínum tíma. Í tilkynningu lögreglu frá í apríl 1955 segir að Torgersen hafi verið klæddur háum, brúnum gúmmístigvélum, bláum frakka og gráum hatti þegar hann hvarf.Norska rannsóknarlögreglan greindi frá því í október að riffillinn sem fannst í september hafi verið af sömu gerð og vitað var að Torgersen hafi verið með á sínum tíma. Anne Margrethe Ruud, lögreglustjóri í Mandal, segir íbúa fegna því að niðurstaða hafi komið í málið. Á sínum tíma hafi farið af stað slúðursögur um að hann hafi staðið fyrir þjófnaði og stungið af með þýfi. NRK segir frá því að eftir að tilkynnt var um hvarfið hafi mikið verið rætt um tímasetningu þess. Mikið hafi verið um sögusagnir og tengdust þær flestar því að Torgersen átti ásamt félaga sínum að mæta fyrir dómara daginn eftir vegna gruns um að tengjast innbroti í Mandal. Gekk ein kenningin út á að einhver hafi þrýst á Torgersen að skrifa undir plagg þar sem hann sagðist einn hafa borið ábyrgð á umræddu innbroti. Lögregla segir ekkert liggja fyrir um ástæður þess að Torgersen hafi látið lífið. Noregur Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Rannsóknir hafa leitt í ljós að líkamsleifar sem fundust í Mandal á suðurströnd Noregs í september séu af Arne Odd Torgersen sem hvarf sporlaust árið 1955. Lögregla í Noregi greindi frá þessu í morgun. Harald Skjønsfjell hjá norsku rannsóknarlögreglunni segir að upplýsingum á tönnum hafi leitt til þess að staðfest hafi verið að um Torgersen hafi verið að ræða. Gömul gúmmístígvél með mannsbeinum fundust á einkajörð í Mandal í september síðastliðinn. Við hliðina fannst riffill og aðrir minni munir. Fljótlega eftir að munirnir fundust fór grunur að beinast að því hvort um Torgersen hafi verið að ræða. Arne Odd Torgersen hvarf frá heimili sínu í Holum í Mandal aðfaranótt 18. janúar 1955. Hann var þá 21 árs gamall, en málið vakti mikla athygli í Noregi á sínum tíma. Í tilkynningu lögreglu frá í apríl 1955 segir að Torgersen hafi verið klæddur háum, brúnum gúmmístigvélum, bláum frakka og gráum hatti þegar hann hvarf.Norska rannsóknarlögreglan greindi frá því í október að riffillinn sem fannst í september hafi verið af sömu gerð og vitað var að Torgersen hafi verið með á sínum tíma. Anne Margrethe Ruud, lögreglustjóri í Mandal, segir íbúa fegna því að niðurstaða hafi komið í málið. Á sínum tíma hafi farið af stað slúðursögur um að hann hafi staðið fyrir þjófnaði og stungið af með þýfi. NRK segir frá því að eftir að tilkynnt var um hvarfið hafi mikið verið rætt um tímasetningu þess. Mikið hafi verið um sögusagnir og tengdust þær flestar því að Torgersen átti ásamt félaga sínum að mæta fyrir dómara daginn eftir vegna gruns um að tengjast innbroti í Mandal. Gekk ein kenningin út á að einhver hafi þrýst á Torgersen að skrifa undir plagg þar sem hann sagðist einn hafa borið ábyrgð á umræddu innbroti. Lögregla segir ekkert liggja fyrir um ástæður þess að Torgersen hafi látið lífið.
Noregur Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira