Troðið með stæl Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 15:30 Skótískunni halda engin bönd á leikvöllum NBA þar sem áhorfendur fylgjast grannt með jafnt körfubolta og skóm. NBA-deildin í körfubolta leyfir nú annað leikárið í röð að leikmenn klæðist íþróttaskóm í hvaða lit og munstri sem er. Það hefur sett skemmtilegan blæ á bandarísku körfuboltasenuna og margir reka upp stór augu þegar þeir sjá skrautlegt skótau NBA-liða í upphafi leiktíðarinnar. Það að skærustu stjörnur NBA geti nú klæðst æpandi litum og skræpóttu munstri eftir eigin höfði á vafalaust eftir að hafa áhrif á gjörvallan tískuheiminn og aðdáendur sportsins um heim allan.Galopnar skóskápinn Það var framherjinn PJ Tucker hjá Houston Rockets sem hleypti þessari nýjung óformlega af stað því hann hefur á undanförnum árum glatt bæði áhorfendur og leikmenn með því að mæta til leiks í fágætum og litríkum Nike-skóm. Tucker hefur verið samningsbundinn Nike allan sinn leikferil en losnaði undan samningnum 1. október síðastliðinn. Önnur íþróttavörumerki slást nú um að fá PJ Tucker til liðs við sig en hann hefur tekið ákvörðun um að njóta þess að vera samningslaus næstu mánuði til að geta klætt sig í hvaða skó sem er.P.J. Tucker í búningi Houston Rockets.NORDICPHOTOS/GETTY„Mig langar að vera frjáls. Nú get ég loksins galopnað skóskápinn og klæðst hvaða skóm sem hugurinn girnist og það mun ég gera á hverjum degi þar til ég skrifa undir næsta samning. Ég vil því skoða hvert einasta merki til að sjá hvað höfðar mest til mín,“ sagði Tucker í samtali við fjölmiðilinn ESPN.Ekki alltaf í sömu skónum Skósafn Tuckers geymir þúsundir skópara í stærðinni 47. „Ég hef aldrei viljað spila í einni merkjavöru og vil það ekki enn. Ég vil ekki vera alltaf í sömu skónum og hef þörf fyrir fjölbreytileika. Það er alveg möguleiki að spila alla leiktíðina án samnings og mér þætti það sko alls ekki leiðinlegt. Ég verð heldur pottþétt ekki uppiskroppa með skó!“ sagði Tucker hinn kátasti. Í fyrstu leikviku NBA á dögunum mætti Tucker í bleikum og grænum Vans-strigaskóm en með gamla, rauða Kobe Bryant-skó frá Adidas til vara. Á heimavelli gegn New Orleans steig hann inn á völlinn í nýjum ólífugrænum og svörtum Jordan 6 Retro Travis Scott-skóm með Cactus Jack-þema. „Ég bara varð að mæta í Travis 6 áður en einhver annar gerði það,“ sagði Tucker fyrir leikinn. Hann leitar logandi ljósi að nýjum og gömlum körfuboltaskóm hvert sem hann fer. „Í stað þess að mega bara klæðast Nike get ég nú klætt mig í hvaða skó sem er. Ég gat loksins farið út í Pharrell N.E.R.D. frá Adidas um daginn og þeir eru svakalegir. Einir af mínum uppáhalds.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta leyfir nú annað leikárið í röð að leikmenn klæðist íþróttaskóm í hvaða lit og munstri sem er. Það hefur sett skemmtilegan blæ á bandarísku körfuboltasenuna og margir reka upp stór augu þegar þeir sjá skrautlegt skótau NBA-liða í upphafi leiktíðarinnar. Það að skærustu stjörnur NBA geti nú klæðst æpandi litum og skræpóttu munstri eftir eigin höfði á vafalaust eftir að hafa áhrif á gjörvallan tískuheiminn og aðdáendur sportsins um heim allan.Galopnar skóskápinn Það var framherjinn PJ Tucker hjá Houston Rockets sem hleypti þessari nýjung óformlega af stað því hann hefur á undanförnum árum glatt bæði áhorfendur og leikmenn með því að mæta til leiks í fágætum og litríkum Nike-skóm. Tucker hefur verið samningsbundinn Nike allan sinn leikferil en losnaði undan samningnum 1. október síðastliðinn. Önnur íþróttavörumerki slást nú um að fá PJ Tucker til liðs við sig en hann hefur tekið ákvörðun um að njóta þess að vera samningslaus næstu mánuði til að geta klætt sig í hvaða skó sem er.P.J. Tucker í búningi Houston Rockets.NORDICPHOTOS/GETTY„Mig langar að vera frjáls. Nú get ég loksins galopnað skóskápinn og klæðst hvaða skóm sem hugurinn girnist og það mun ég gera á hverjum degi þar til ég skrifa undir næsta samning. Ég vil því skoða hvert einasta merki til að sjá hvað höfðar mest til mín,“ sagði Tucker í samtali við fjölmiðilinn ESPN.Ekki alltaf í sömu skónum Skósafn Tuckers geymir þúsundir skópara í stærðinni 47. „Ég hef aldrei viljað spila í einni merkjavöru og vil það ekki enn. Ég vil ekki vera alltaf í sömu skónum og hef þörf fyrir fjölbreytileika. Það er alveg möguleiki að spila alla leiktíðina án samnings og mér þætti það sko alls ekki leiðinlegt. Ég verð heldur pottþétt ekki uppiskroppa með skó!“ sagði Tucker hinn kátasti. Í fyrstu leikviku NBA á dögunum mætti Tucker í bleikum og grænum Vans-strigaskóm en með gamla, rauða Kobe Bryant-skó frá Adidas til vara. Á heimavelli gegn New Orleans steig hann inn á völlinn í nýjum ólífugrænum og svörtum Jordan 6 Retro Travis Scott-skóm með Cactus Jack-þema. „Ég bara varð að mæta í Travis 6 áður en einhver annar gerði það,“ sagði Tucker fyrir leikinn. Hann leitar logandi ljósi að nýjum og gömlum körfuboltaskóm hvert sem hann fer. „Í stað þess að mega bara klæðast Nike get ég nú klætt mig í hvaða skó sem er. Ég gat loksins farið út í Pharrell N.E.R.D. frá Adidas um daginn og þeir eru svakalegir. Einir af mínum uppáhalds.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira