Sport

Íþróttafréttamaður fær milljarð í árslaun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Smith hlær alla leið í bankann.
Smith hlær alla leið í bankann. vísir/getty
Íþróttafréttamaðurinn Stephen A. Smith hjá ESPN mun eiga fyrir salti í grautinn næstu árin.

Hann er að ganga frá nýjum samningi við ESPN sem mun færa honum milljarð króna í árslaun samkvæmt New York Post.

Sá samningur mun gera hann að launahæsta íþróttafréttamanni heims en sá launahæsti er sagður vera Mike Greenberg sem var hjá ESPN og ABC. Hann er með 812 milljónir króna á ári.

Smith mun halda áfram með hinn vinsæla þátt sinn, First Take, og mun vera fastagestur í SportsCenter og vera með sína eigin útgáfu af þeim þætti einu sinni í viku. Þá hitar hann upp fyrir leiki í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×