Íslenski boltinn

Ritstjóri Fótbolta.net tekinn við Inkasso liði

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Magnús Már hér lengst til vinstri við undirskriftina í dag.
Magnús Már hér lengst til vinstri við undirskriftina í dag. Facebook/Afturelding

Magnús Már Einarsson hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari Aftureldingar sem leikur í Inkasso-deild karla í knattspyrnu en Magnús hefur um árabil verið ritstjóri fótboltavefsíðunnar Fótbolti.net.

Magnús er þó ekki reynslulaus í þjálfun því hann var aðstoðarþjálfari Arnars Hallssonar hjá Aftureldingu á síðustu leiktíð en Magnús lék lengi með Aftureldingu auk þess sem hann spilaði með Leikni R. og Huginn Seyðisfirði á leikmannaferli sínum.

Magnús er þrítugur að aldri en Enes Cogic mun verða honum til aðstoðar. Enes var á sínum tíma aðalþjálfari Aftureldingar.

Afturelding var nýliði í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð og tryggði sér áframhaldandi veru þar í lokaumferðinni en Mosfellingar fengu aðeins einu stigi meira en Haukar sem féllu niður í 2.deild.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.