Michael Myers kemur í kvöld! Þórarinn Þórarinsson skrifar 31. október 2019 07:30 Kjarninn í þeim ágæta undirflokki hryllingsmyndanna sem kenndur er við „slasher“ er einfaldlega sá að einhvers konar illfygli í mannsmynd fargar lánlausu fólki á færibandi. Oftast nær notast óféti þessi við eggvopn af ýmsum gerðum og þá jafnan í stærri kantinum. Alfred Hitchcock opnaði þessari manngerð, ef yfirleitt er hægt að kenna þessa gaura við mennsku, leið inn í kvikmyndirnar með Psycho árið 1960 þegar hann kynnti búrhnífinn til sögunnar sem handhægt morðvopn. Hitchcock fékk hinum mjög svo ödipusardulda Norman Bates hnífinn í hendur en sá átti til að umturnast í morðóða móður sína ef konur hættu sér í sturtu í undir hans þaki. Blóðlaust í 18 ár Þótt Psycho hafi slegið hressilega í gegn og aflað Hitchcock meira fjár og athygli en önnur meistaraverk hans náðu búrhnífamorðingjar ekki almennilegri fótfestu í kvikmyndum fyrr en átján árum síðar þegar John Carpenter trommaði upp með Michael Myers í Halloween.Halloween hefst á hrekkjavöku, að sjálfsögðu, þar sem Michael litli Myers, uppáklæddur í trúðabúning með grímu, tekur alveg upp úr þurru upp á því að myrða stóru systur sína með búrhníf skömmu eftir að hún hefur lokið ástarleik með kærastanum sínum. Eftir það segir fátt af Michael sem elst upp á geðsjúkrahúsi undir handleiðslu læknisins Sam Loomis. Eftir fimmtán ár í þögn fer honum að leiðast þófið og aðfaranótt Hrekkjavöku strýkur hann og heldur heim til Haddonfield og byrjar að gera að ungmennum eins og honum einum er lagið á þessu annars bráðskemmtilega kvöldi sem halloween er. Illskan uppmáluð og tær Þegar Carpenter kynnir Michael til leiks virðist hann í fyrstu vera sálsjúkur morðingi en síðar kemur í ljós að eitthvað meira er að og Loomis verður sannfærður um að skjólstæðingur hans sé hvorki meira né minna en tær illska. Michael verður þannig ættfaðir hersingar seinni tíma hryllingsmyndaskrímsla þar sem fossar blóð í hans slóð þar sem hann röltir, ískyggilega rólegur og gersamlega ódrepandi, með tilheyrandi glundroða og örvinglan. Þótt Michael Myers sé sjálfur, þrátt fyrir allt, hógværðin uppmáluð er þetta dagurinn hans þannig að hann má vera dálítið frekur til fjörsins þannig að þeim sem vilja minnast hans er bent sérstaklega á þrjár bestu, áhugaverðustu eða í það minnsta skemmtilegustu myndirnar úr hinum langa og brokkgenga myndabálki sem kenndur er við hrekkjavökuna. Gleðilega hrekkjavöku! Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Hrekkjavaka Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kjarninn í þeim ágæta undirflokki hryllingsmyndanna sem kenndur er við „slasher“ er einfaldlega sá að einhvers konar illfygli í mannsmynd fargar lánlausu fólki á færibandi. Oftast nær notast óféti þessi við eggvopn af ýmsum gerðum og þá jafnan í stærri kantinum. Alfred Hitchcock opnaði þessari manngerð, ef yfirleitt er hægt að kenna þessa gaura við mennsku, leið inn í kvikmyndirnar með Psycho árið 1960 þegar hann kynnti búrhnífinn til sögunnar sem handhægt morðvopn. Hitchcock fékk hinum mjög svo ödipusardulda Norman Bates hnífinn í hendur en sá átti til að umturnast í morðóða móður sína ef konur hættu sér í sturtu í undir hans þaki. Blóðlaust í 18 ár Þótt Psycho hafi slegið hressilega í gegn og aflað Hitchcock meira fjár og athygli en önnur meistaraverk hans náðu búrhnífamorðingjar ekki almennilegri fótfestu í kvikmyndum fyrr en átján árum síðar þegar John Carpenter trommaði upp með Michael Myers í Halloween.Halloween hefst á hrekkjavöku, að sjálfsögðu, þar sem Michael litli Myers, uppáklæddur í trúðabúning með grímu, tekur alveg upp úr þurru upp á því að myrða stóru systur sína með búrhníf skömmu eftir að hún hefur lokið ástarleik með kærastanum sínum. Eftir það segir fátt af Michael sem elst upp á geðsjúkrahúsi undir handleiðslu læknisins Sam Loomis. Eftir fimmtán ár í þögn fer honum að leiðast þófið og aðfaranótt Hrekkjavöku strýkur hann og heldur heim til Haddonfield og byrjar að gera að ungmennum eins og honum einum er lagið á þessu annars bráðskemmtilega kvöldi sem halloween er. Illskan uppmáluð og tær Þegar Carpenter kynnir Michael til leiks virðist hann í fyrstu vera sálsjúkur morðingi en síðar kemur í ljós að eitthvað meira er að og Loomis verður sannfærður um að skjólstæðingur hans sé hvorki meira né minna en tær illska. Michael verður þannig ættfaðir hersingar seinni tíma hryllingsmyndaskrímsla þar sem fossar blóð í hans slóð þar sem hann röltir, ískyggilega rólegur og gersamlega ódrepandi, með tilheyrandi glundroða og örvinglan. Þótt Michael Myers sé sjálfur, þrátt fyrir allt, hógværðin uppmáluð er þetta dagurinn hans þannig að hann má vera dálítið frekur til fjörsins þannig að þeim sem vilja minnast hans er bent sérstaklega á þrjár bestu, áhugaverðustu eða í það minnsta skemmtilegustu myndirnar úr hinum langa og brokkgenga myndabálki sem kenndur er við hrekkjavökuna. Gleðilega hrekkjavöku!
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Hrekkjavaka Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira