Innlent

Bein útsending: Áslaug Arna og Bjarni svara fyrir veru Íslands á gráa listanum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem fjalla á um veru Íslands á gráum lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti hefst klukkan níu. Horfa má á beina útsendingu frá fundinum hér að neðan.

Sem kunnugt er var Ísland sett á gráa listann fyrir helgi þar sem FATF lítur svo á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, munu sitja fyrir svörum nefndarmanna á fundinum.

Greint hefur verið frá því að fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráa listanum hafi borist FATF of seint. Stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekist að koma í veg fyrir að Ísland yrði sett á gráa listann. Dómsmálaráðherra hefur sagt að unnið verði að því að koma Íslandi af listanum sem fyrst.

Horfa má á útsendingu frá fundinum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint

Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint.

Þingnefndir ræða veru Íslands á gráum lista

Boðað verður til opins fundar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á þriðjudaginn í framhaldi af ákvörðun FATF-hópsins um að setja Ísland á svokallaðan gráan lista.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.