Erlent

Konan hand­tekin í Osló

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla skaut margoft að manninum á meðan á eftirförinni stóð.
Lögregla skaut margoft að manninum á meðan á eftirförinni stóð. EPA

Lögregla í Osló hefur handtekið konuna sem lýst var eftir í tengslum við að vopnaður maður tók sjúkrabíl ófrjálsri hendi og ók á vegfarendur fyrr í dag.

Frá þessu greindi lögregla í Noregi nú síðdegis. Sjúkrabílnum var ekið á barnavagn þar sem í voru sjö mánaða tvíburar, sem virðast hafa sloppið með minniháttar meiðsl. Sömuleiðis munaði minnstu að bílnum var ekið á eldri hjón sem voru á gangi.

Norskir fjölmiðlar segja að ökumaðurinn hafi velt bílnum sínum við Rosenhoff í norðausturhluta Oslóar. Hann stakk þá af og miðaði skotvopni á vegfarendur. Vildi lögregla meina að kona hafi verið í bílnum með manninum.

Sjúkrabíl var ekið á vettvang slyssins og æxluðust mál þannig að vopnaði maðurinn tók sjúkrabílinn ófrjálsri hendi og ók greiðlega á brott. Lögregla fylgdi sjúkrabílnum eftir, en sjúkrabílnum var þá ekið á barnavagninn nærri Sandaker Center, auk þess að minnstu munaði að honum var ekið á eldri hjónin.

Lögregla skaut margoft að manninum á meðan á eftirförinni stóð. Þeim tókst að ná manninum við Krebs Gate í Torshov-hverfinu þar sem einnig var lagt hald á tvö skotvopn. Í kjölfarið var lýst eftir konunni, en lögregla taldi öruggt að hún hafi verið með manninum í bílnum sem valt. Hún hefur nú verið handtekin.

Hin handteknu hafa bæði komið við sögu lögreglu áður.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.