Auðvelt hjá Liverpool, Håland heldur áfram að raða inn mörkum og Barcelona marði sigur í Prag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chamberlain fagnar fyrra marki sínu í kvöld.
Chamberlain fagnar fyrra marki sínu í kvöld. visir/getty
Liverpool er með sex stig í öðru sæti E-riðils í Meistaradeild Evrópu eftir að liðið vann öruggan 4-1 sigur á Genk frá Belgíu á útivelli í kvöld.

Alex Oxlade-Chamberlain skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu með laglegu skoti. Hann skoraði einnig annað mark Liverpool með þrumufleyg á 57. mínútu.

Sadio Mane bætti við þriðja markinu eftir laglega sendingu frá Mohamed Salah en Mane launaði Salah greiðann með því að leggja upp fjórða markið fyrir hann á 87. mínútu.

Stephen Odey náði að klóra í bakkann fyrir Genk áður en yfir lauk en lokatölur 4-1 sigur Liverpool. Þeir eru með sex stig í öðru sætinu.







Í sama riðli unnu Napoli 3-2 sigur á Red Bull Salzburg og eru því á toppi riðilsins með sjö stig en Salzburg er í 3. sætinu með þrjú stig.

VAR dæmdi mark af Salzburg í upphafi leiks áður en Dries Mertens kom Napoli yfir. Erling Braut Håland jafnaði metin úr vítaspyrnu á 40. mínútu og 1-1 í hálfleik.

Dries Mertens og Erling Braut Håland skoruðu svo sitt hvort markið áður en Lorenzo Insigne skoraði sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok.







Barcelona marði sigur á Slavia Prag í F-riðlinum en sigurmarkið skoraði Luis Suarez í síðari hálfleik. Í sama riðli unnu Inter 2-0 sigur á Dortmund með mörkum Lautaro Martinez og Antonio Candreva.

Í F-riðlinum er Barcelona með sjö stig en Inter og Dortmund eru í öðru og þriðja sætinu með fjögur stig. Slavia Prag er í fjórða sætinu með eitt stig.







Öll úrslit dagsins:

E-riðill:

Genk - Liverpool 1-4

Salzburg - Napoli 2-3

F-riðill:

Inter - Dortmund 2-0

Slavia Prag - Barcelona 1-2

G-riðill:

Leipzig - Zenit 2-1

Benfica - Lyon 2-1

H-riðill:

Ajax - Chelsea 0-1

Lille - Valencia 1-1

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira