Íslendingar frá Suður-Ameríku boða til samstöðumótmæla vegna ástandsins í Síle Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2019 13:30 Íslendingar sem eiga rætur að rekja til Suður-Ameríku blása til samstöðumótmæla með mótmælendum í Síle. Vísir/ap Hópur Íslendinga sem á rætur að rekja til Síle hefur boðað til mótmæla á morgun til að sýna Sílemönnum samstöðu, sem frá því á föstudag, hafa mótmælt vaxandi gjá ríkra og fátækra. Sebastián Piñera, forseti Síle, ávarpaði mótmælendur í gær og lofaði svokölluðum velferðarpakka í viðleitni til að lægja ófriðaröldurnar. Blásið var til mótmæla í Santíagó, höfuðborg Síle, á föstudag eftir að stjórnvöld boðuðu umtalsverða hækkun á miðum og áskriftarkortum í neðanjarðarlestir. Hörð átök hafa geisað í landinu síðan þá en minnst fimmtán hafa látist í átökum við öryggissveitir landsins. Yfirvöld hafa þó einungis viðurkennt að bera ábyrgð á fjórum dauðsföllum. Sjá nánar: Sílensk kona á Íslandi segir yfirstéttina hafa yfirtekið stjórnmálin Mótmælendur segja að hækkun fargjaldanna hafi einungis verið dropinn sem fyllti mælinn. Óánægja með misskiptingu auðs hafi grasserað í landinu í áratugi. Rakel Silva er Íslendingur sem á rætur að rekja til Síle. Báðir foreldrar hennar eru þaðan auk þess sem hún bjó þar fyrir skömmu og á vini sem hafa gengið fylktu liði á götum Santíagó. Hún segir að rót vandans sé samfélagsskipulag Austustos José Pinochet, einræðisherra, frá áttunda og níunda áratugnum sem enn eimir eftir af. Þetta hefur safnast upp með tímanum. Það er ástæðan fyrir því að krakkarnir fóru að mótmæla hækkun á lestinni, eð ametro. Þetta var dropinn sem fyllti mælinn hjá fólkinu. Hún segir Sebastián Piñera, núverandi forseta, nýta sér lög um neyðarástand, sem hefur verið virkjað í tíu borgum, til að beita mótmælendur ofbeldi. Hátt í fimmtíu skólar og fjölmörg fyrirtæki eru lokuð og almenningssamgöngur liggja að mestu leyti niðri. Þá er einnig útgöngubann á kvöldin í höfuborginni. „Hann er að beita þeim lögum sem sem Pinochet setti og beitir ofbeldi gegn fólki sem mótmælir. Þegar hernum var sigað á fólkið á götunum, þá varð fólk ennþá reiðara,“ segir Rakel. Mótmælin þróuðust fljótlega í kröftug fjöldamótmæli og ekki leið á löngu þar til fréttir tóku að spyrjast út af skemmdarverkum og íkveikju. „Ég er búin að sjá mikið um það að fólk safnar sig saman til að þrífa ákveðin svæði og gera eitthvað í þessu. Þau vilja ekki skemma. Þau vilja hafa þetta friðsöm mótmæli en það eru alltaf einhverjir skemmdarvargar sem koma. Glæpamennirnir nýta sér tækifærið til að safnast saman og skemma því engar reglur gilda í landinu núna. Stelpum hefur verið nauðgað sem hafa verið úti að mótmæla. Löggan hefur bara verið að safna stelpum saman. Það er svo hættulegt ástand úti núna því engar reglur gilda. Fólk má gera hvað sem er, bókstaflega,“ segir Rakel um ástandið.Nýta samfélagsmiðla til að koma upplýsingum til skila Samfélagsmiðlar hafa þýðingarmikið hlutverk í mótmælunum. „Fólk sem ég þekki þarna úti er að láta orðið berast með því að deila upplýsingum á netinu hvort sem það er Instagram, WhatsApp og Facebook,“ segir Rakel. Fólk hafi notfært sér samfélagsmiðla til að láta vita hvað væri raunverulega í gangi á hverju svæði fyrir sig því þeim þótti alls ekki næg upplýsingagjöf hvorki í sjónvarpi né útvarpi. Fjölmörg myndskeið af harðneskjulegu lögregluofbeldi hefur farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Rakel vill vekja athygli á því að hópur Íslendinga sem á rætur að rekja til Síle og Suður Ameríku hafi boðað til samstöðumótmæla á Austurvelli klukkan hálf sex á morgun. „Við viljum vekja athygli á því sem er að gerast í Suður Ameríku. Við erum búin að bjóða fjölda fólks sem kemur frá Equador, Venesúela og fleiri löndum. Við stöndum öll saman í þessu. Við erum öll frá Suður Ameríku og viljum geta hvatt hvort áfram. Þótt við séum ekki í landinu þýðir það ekki að við séum ekki þarna með þeim,“ segir Rakel um samstöðumótmælin. Lofar mótmælendum félagslegum umbótum Piñera forseti boðaði til blaðamannafundar í gær og ávarpaði mótmælendur. Hann lofaði fólkinu í landinu svokölluðum velferðarpakka til að reyna að lægja ófriðaröldurnar. Pinera hefur lofað að hækka grunnlífeyri um 20%, hækka lágmarkslaun, koma á hátekjuskatti og frysta raforkuverð svo eitthvað sé nefnt. Mótmæli geysa þó enn og óvíst hvort félagslegar umbætur sem Piñera hefur boðað muni hafi áhrif því ljóst er að óánægjan ristir djúpt. Chile Tengdar fréttir Mannfall í Santiago Að minnsta kosti 11 einstaklingar hafa látið lífið í óöldinni sem hefur geisað í Santiago, höfuðborg Chile, undanfarna daga 22. október 2019 06:15 Sílesk kona á Íslandi segir yfirstéttina hafa hertekið stjórnmálin Ellefu hafa látist í fjöldamótmælum sem geysa nú í Síle. Útgöngubann er í gildi í stórborgum og lögregla hefur beitt táragasi. 21. október 2019 19:00 Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. 21. október 2019 06:00 Fimm létu lífið í óeirðum í Santíagó Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga og hefur herinn skorist í leikinn og beitt táragasi og háþrýstivatnsbyssum á fólkið. 21. október 2019 07:10 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Hópur Íslendinga sem á rætur að rekja til Síle hefur boðað til mótmæla á morgun til að sýna Sílemönnum samstöðu, sem frá því á föstudag, hafa mótmælt vaxandi gjá ríkra og fátækra. Sebastián Piñera, forseti Síle, ávarpaði mótmælendur í gær og lofaði svokölluðum velferðarpakka í viðleitni til að lægja ófriðaröldurnar. Blásið var til mótmæla í Santíagó, höfuðborg Síle, á föstudag eftir að stjórnvöld boðuðu umtalsverða hækkun á miðum og áskriftarkortum í neðanjarðarlestir. Hörð átök hafa geisað í landinu síðan þá en minnst fimmtán hafa látist í átökum við öryggissveitir landsins. Yfirvöld hafa þó einungis viðurkennt að bera ábyrgð á fjórum dauðsföllum. Sjá nánar: Sílensk kona á Íslandi segir yfirstéttina hafa yfirtekið stjórnmálin Mótmælendur segja að hækkun fargjaldanna hafi einungis verið dropinn sem fyllti mælinn. Óánægja með misskiptingu auðs hafi grasserað í landinu í áratugi. Rakel Silva er Íslendingur sem á rætur að rekja til Síle. Báðir foreldrar hennar eru þaðan auk þess sem hún bjó þar fyrir skömmu og á vini sem hafa gengið fylktu liði á götum Santíagó. Hún segir að rót vandans sé samfélagsskipulag Austustos José Pinochet, einræðisherra, frá áttunda og níunda áratugnum sem enn eimir eftir af. Þetta hefur safnast upp með tímanum. Það er ástæðan fyrir því að krakkarnir fóru að mótmæla hækkun á lestinni, eð ametro. Þetta var dropinn sem fyllti mælinn hjá fólkinu. Hún segir Sebastián Piñera, núverandi forseta, nýta sér lög um neyðarástand, sem hefur verið virkjað í tíu borgum, til að beita mótmælendur ofbeldi. Hátt í fimmtíu skólar og fjölmörg fyrirtæki eru lokuð og almenningssamgöngur liggja að mestu leyti niðri. Þá er einnig útgöngubann á kvöldin í höfuborginni. „Hann er að beita þeim lögum sem sem Pinochet setti og beitir ofbeldi gegn fólki sem mótmælir. Þegar hernum var sigað á fólkið á götunum, þá varð fólk ennþá reiðara,“ segir Rakel. Mótmælin þróuðust fljótlega í kröftug fjöldamótmæli og ekki leið á löngu þar til fréttir tóku að spyrjast út af skemmdarverkum og íkveikju. „Ég er búin að sjá mikið um það að fólk safnar sig saman til að þrífa ákveðin svæði og gera eitthvað í þessu. Þau vilja ekki skemma. Þau vilja hafa þetta friðsöm mótmæli en það eru alltaf einhverjir skemmdarvargar sem koma. Glæpamennirnir nýta sér tækifærið til að safnast saman og skemma því engar reglur gilda í landinu núna. Stelpum hefur verið nauðgað sem hafa verið úti að mótmæla. Löggan hefur bara verið að safna stelpum saman. Það er svo hættulegt ástand úti núna því engar reglur gilda. Fólk má gera hvað sem er, bókstaflega,“ segir Rakel um ástandið.Nýta samfélagsmiðla til að koma upplýsingum til skila Samfélagsmiðlar hafa þýðingarmikið hlutverk í mótmælunum. „Fólk sem ég þekki þarna úti er að láta orðið berast með því að deila upplýsingum á netinu hvort sem það er Instagram, WhatsApp og Facebook,“ segir Rakel. Fólk hafi notfært sér samfélagsmiðla til að láta vita hvað væri raunverulega í gangi á hverju svæði fyrir sig því þeim þótti alls ekki næg upplýsingagjöf hvorki í sjónvarpi né útvarpi. Fjölmörg myndskeið af harðneskjulegu lögregluofbeldi hefur farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Rakel vill vekja athygli á því að hópur Íslendinga sem á rætur að rekja til Síle og Suður Ameríku hafi boðað til samstöðumótmæla á Austurvelli klukkan hálf sex á morgun. „Við viljum vekja athygli á því sem er að gerast í Suður Ameríku. Við erum búin að bjóða fjölda fólks sem kemur frá Equador, Venesúela og fleiri löndum. Við stöndum öll saman í þessu. Við erum öll frá Suður Ameríku og viljum geta hvatt hvort áfram. Þótt við séum ekki í landinu þýðir það ekki að við séum ekki þarna með þeim,“ segir Rakel um samstöðumótmælin. Lofar mótmælendum félagslegum umbótum Piñera forseti boðaði til blaðamannafundar í gær og ávarpaði mótmælendur. Hann lofaði fólkinu í landinu svokölluðum velferðarpakka til að reyna að lægja ófriðaröldurnar. Pinera hefur lofað að hækka grunnlífeyri um 20%, hækka lágmarkslaun, koma á hátekjuskatti og frysta raforkuverð svo eitthvað sé nefnt. Mótmæli geysa þó enn og óvíst hvort félagslegar umbætur sem Piñera hefur boðað muni hafi áhrif því ljóst er að óánægjan ristir djúpt.
Chile Tengdar fréttir Mannfall í Santiago Að minnsta kosti 11 einstaklingar hafa látið lífið í óöldinni sem hefur geisað í Santiago, höfuðborg Chile, undanfarna daga 22. október 2019 06:15 Sílesk kona á Íslandi segir yfirstéttina hafa hertekið stjórnmálin Ellefu hafa látist í fjöldamótmælum sem geysa nú í Síle. Útgöngubann er í gildi í stórborgum og lögregla hefur beitt táragasi. 21. október 2019 19:00 Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. 21. október 2019 06:00 Fimm létu lífið í óeirðum í Santíagó Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga og hefur herinn skorist í leikinn og beitt táragasi og háþrýstivatnsbyssum á fólkið. 21. október 2019 07:10 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Mannfall í Santiago Að minnsta kosti 11 einstaklingar hafa látið lífið í óöldinni sem hefur geisað í Santiago, höfuðborg Chile, undanfarna daga 22. október 2019 06:15
Sílesk kona á Íslandi segir yfirstéttina hafa hertekið stjórnmálin Ellefu hafa látist í fjöldamótmælum sem geysa nú í Síle. Útgöngubann er í gildi í stórborgum og lögregla hefur beitt táragasi. 21. október 2019 19:00
Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. 21. október 2019 06:00
Fimm létu lífið í óeirðum í Santíagó Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga og hefur herinn skorist í leikinn og beitt táragasi og háþrýstivatnsbyssum á fólkið. 21. október 2019 07:10
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda