Sport

New England ætlar að kveðja Josh Gordon

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gordon er frábær útherji.
Gordon er frábær útherji. vísir/getty
Útherjinn Josh Gordon var settur á meiðslalistann hjá New England Patriots í gær og samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.

Gordon hefur ekki spilað síðan 10. október og lýkur því tímabilinu hjá Patriots með 20 gripna bolta fyrir 287 jördum og einu snertimarki.

Þó svo Patriots sé búið að afskrifa Gordon vegna meiðsla þá eru meiðslin minniháttar og Gordon ætti að geta spilað fljótlega. Það er því flest sem bendir til þess að Patriots ætli að senda hann frá sér um leið og hann hefur náð heilsu.

Þessi tíðindi af Gordon koma degi eftir að ljóst varð að Patriots fengi útherjann Mohamed Sanu frá Atlanta Falcons.

Það verður gaman að sjá hvert hinn 28 ára gamli Gordon fer næst. Hann er einn hæfileikaríkasti leikmaður deildarinnar en hefur verið að glíma við andleg veikindi og því lítið spilað síðustu árin.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×