Sport

Köngulóarkonan klifraði upp fimmtán metra vegg á nýju heimsmeti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aries Susanti Rahayu.
Aries Susanti Rahayu. Skjámynd/Youtube/FPTI
Aries Susanti Rahayu er frá Indónesíu og er kölluð „Köngulóarkonan“ og ekki af ástæðulausu.

Þessi 24 ára íþróttakonan býr yfir ótrúlegri klifurtækni og sýndi það og sannaði í heimsbikarnum í Kína á dögunum.

Aries Susanti Rahayu klifraði þá upp fimmtán metra vegg á aðeins 6.995 sekúndum eins og sjá má hér fyrir neðan.





Aries Susanti Rahayu var fyrsta konan til að fara þessa fimmtán metra á undir sjö sekúndum en gamla heimsmetið var 7,101 sek.

Aries lék sér að því sem krakki að klifra í trjám, bæði heima hjá sér og í almenningsgörðum.

Árið 2007 fékk hún að reyna fyrir sér í klifuríþróttinni og hefur ekki litið til baka síðan.

Hún varð að sætta sig við silfur í heimsbikarnum í fyrra en fékk engu að síður gull á þremur heimsbikarmótum og munaði þar miklu að hún missti af nokkrum mótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×