Sport

Beckham gaf Brady skó úr geitahárum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Beckham með skóinn góða.
Beckham með skóinn góða. vísir/getty
Ansi sérstök uppákoma átti sér stað eftir leik New England Patriots og Cleveland Browns í NFL-deildinni í gær.Þá kom stjarna Cleveland, Odell Beckham Jr., til leikstjórnanda New England Patriots, Tom Brady, og gaf honum skó.Það sem gerir þessa gjöf sérstaka er sú staðreynd að skórnir eru úr geitahári. Brady er almennt talinn besti leikmaður í sögu deildarinnar eða GOAT eins og það er kallað í Bandaríkjunum.  Honum fannst því við hæfi að gefa honum slíka skó sem voru þó með OBJ áletruninni.„Hann er miklu meiri „geit“ en ég og á því skilið að fá þessa skó,“ sagði Beckham en hann átti svo langt spjall við Brady inn í göngunum eftir leik.Beckham lýsti því yfir í síðustu viku að það væri draumur hans að spila með Brady. Leikmannamarkaðurinn lokar á morgun og aldrei að vita hvað gerist.

NFL

Tengdar fréttir

Ekkert stöðvar Patriots og 49ers

Ósigruðu liðin í NFL-deildinni, New England Patriots og San Francisco 49ers, gáfu ekkert eftir í gær og unnu sannfærandi sigra á andstæðingum sínum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.