Sport

Nate Diaz: Þetta var nú meira kjaftæðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nate Diaz.
Nate Diaz. vísir/getty
Um næstu helgi fer fram líklega mest spennandi bardagi ársins hjá UFC er harðjaxlarnir Nate Diaz og Jorge Masvidal mætast í New York.Þeir munu berjast um belti sem er kallað BMF-beltið eða Baddest Mother Fucker-beltið. Það er í alvörunni búið að hanna sérstakt belti fyrir þennan bardaga. Burtséð frá því hvað fólki finnst um það er þessi bardaga hrikalega áhugaverður og eitthvað sem UFC-aðdáendur báðu um.Það var dramatík í síðustu viku er Diaz lýsti því yfir að hann myndi ekki berjast því hann hefði að öllum líkindum fallið á lyfjaprófi. Í ljós kom að svo var ekki þó svo einhver gildi hafi hækkað. Menguðum fæðubótarefnum var kennt um.„Ég var mjög óánægður með þetta allt saman. Þetta var nú meira kjaftæðið. Ég vildi ekki taka þátt í einhverju leyndarmáli og rugli. Þeir sem svindla gera það. Fólk sem er á sterum það talar ekki um stera,“ sagði Diaz en hann er búinn að hrista þessa uppákomu af sér og er til í að berjast.„Ég vil ekki geta afsakað mig sama hvort ég vinn eða tapa. Ég vil bara heiðarlegan bardaga og því vildi ég stíga fram með þessa vitleysu sem var í gangi. Ég óttast ekki að segja sannleikann og það eru bara svindlarar sem vilja hylma yfir er eitthvað kemur upp.“Bardagi Diaz og Masvidal verður í beinni á Stöð 2 Sport um næstu helgi. Hitað verður upp fyrir bardagann í Búrinu á fimmtudag.

Tengd skjöl

MMA

Tengdar fréttir

Bardagi Diaz og Masvidal er í uppnámi

Nate Diaz setti á Twitter í gær að hann myndi ekki berjast gegn Jorge Masvidal í New York þann 2. nóvember þar sem lyfjapróf hjá honum hafi komið óeðlilega út.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.