Lífið

Seldu eitt einbýlishús og byggðu sex í sömu götunni í Grindavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svakalegt verkefni í Grindavík.
Svakalegt verkefni í Grindavík.

Hjónin Grettir Sigurjónsson og Alda Margrét Hauksdóttir réðust í gríðarlega stórt verkefni í Grindavík á dögunum, að byggja sex einbýlishús ásamt börnunum sínum.

Hugmyndin kom frá þeim Hjalta Þór Grettissyni og Sunnu Jónínu Sigurðardóttur og voru öll systkinin til í slaginn.

Grettir og Alda tóku því þá ákvörðun að selja sína eign, og var ætlun fjölskyldunnar að byggja sex einbýlishús í sömu götu. 

Allt eru þetta einingahús sem koma til landsins í pörtum og voru fengnir starfsmenn frá Lettlandi til að aðstoða við bygginguna.

Fjallað var um málið í síðasta þætti af Gulla Byggi á mánudaginn á Stöð 2 og má sjá brot úr þættinum hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.