Fótbolti

Fylgst með á bak­við tjöldin í sigri Hjartar og fé­laga í slagnum um Kaup­mannar­höfn | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur í baráttunni við Nicklas Bendtner.
Hjörtur í baráttunni við Nicklas Bendtner. vísir/getty

Hjörtur Hermansson og félagar í Bröndby unnu FCK á dögunum er liðin mættust í fyrsta Kaupmannahafnarslag tímabilsins í Danmörku.

Það er yfirleitt mikið undir þegar þessi lið mætast og bæði mikil barátta inni á vellinum sem og utan hans.

Hjörtur spilaði allan leikinn í þriggja manna vörn Bröndby sem vann 3-1 sigur í leiknum eftir að hafa komist í 2-0.

Bröndby ákvað að skyggnast á bakvið tjöldin; fyrir leikinn, í hálfleik og eftir leikinn en afraksturinn má sjá í nítján mínútna myndbandi hér að neðan.

Afar skemmtilegt myndband hjá þeim gulklæddu í dönsku höfuðborginni.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.