Sport

Hundruð fugla drápust eru þeir flugu á heiðurshöll Nascar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta var ótrúleg sjón.
Þetta var ótrúleg sjón.
Hún var ekki fögur sjónin sem blasti við fyrir utan heiðurshöll Nascar í Charlotte þar sem yfir 300 fuglar lágu dauðir.

Þeir höfðu allir flogið á húsið með skelfilegum afleiðingum. Einhverjir fuglar lifðu áreksturinn af en meirihlutinn lést.

Fuglasérfræðingar segja að ljós í húsinu hafi blekkt fuglana og lokkað þá að. Þeir hafi svo flogið á rúður hússins af fullum krafti með fyrrgreindum afleiðingum.





Starfsfólk hússins hefur verið beðið um að slökkva ljósin á kvöldin til að fyrirbyggja frekari svona atvik.

Þetta er allt of algeng sjón í Bandaríkjunum en talið er að yfir 100 milljónir fugla látist á hverju ári við að fljúga á byggingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×