Barcelona á toppinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eftir erfiða byrjun eru Börsungar að finna taktinn á ný
Eftir erfiða byrjun eru Börsungar að finna taktinn á ný vísir/getty
Barcelona fór á topp La Liga deildarinnar með öruggum sigri á Eibar í dag.

Antoine Griezmann kom Barcelona yfir strax á þrettándu mínútu og voru það gestirnir sem leiddu 1-0 í hálfleik.

Lionel Messi tvöfaldaði forystu Börsunga á 58. mínútu og átta mínútum seinna kom Luis Suarez gestunum í mjög þægilega stöðu.

Fleiri urðu mörkin ekki, Barcelona vann 3-0 sigur.

Það þýðir að Barcelona er með 19 stig, stigi meira en Real Madrid og fer á toppinn. Real á þó leik til góða á Börsunga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira