Lífið

Æstur aðdáandi missti Lady Gaga og þau hrundu bæði af sviðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heldur óheppilegt atvik.
Heldur óheppilegt atvik.

Söngkonan Lady Gaga hrundi af sviðinu á tónleikum í Las Vegas í gærkvöldi. Gaga leyfði æstum aðdáanda að koma upp á svið og gerði sá sér lítið fyrir og tók Lady Gaga upp og hélt á henni á sviðinu.
Það endaði reyndar með ósköpum og hrundu þau bæði af sviðinu. Fallið var þónokkuð en hvorugt þeirra meiddist við fallið.
Tónleikarnir voru haldnir í MGM Park leikhúsinu í Las Vegas en hér að neðan má sjá myndbönd sem hafa birst af atvikinu á Twitter.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.