Aðeins einn skorað fleiri mörk en Gylfi Þór utan teigs

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 60. mark í ensku úrvalsdeildinni í gær er Everton lagði West Ham United með tveimur mörkum gegn engu á Goodison Park. Af þessum 60 mörkum hafa 21 verið með skotum fyrir utan vítateig.
Gylfi Þór lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þann 15. janúar árið 2012. Þá kom hann inn af varamannabekknum í hálfleik er Swansea City lagði Arsenal 3-2 og lagði Gylfi upp sigurmark Swansea í leiknum. Það var svo 4. febrúar sama ár sem Gylfi skoraði fyrsta úrvalsdeildarmarkið sitt, þá í 2-1 sigri gegn West Bromwich Albion.
Alls skoraði Gylfi 34 mörk fyrir Swansea City, þá skoraði hann átta mörk fyrir Tottenham Hotspur og sem stendur hefur hann skorað 18 mörk fyrir Everton.
Danski landsliðsmaðurinn, og fyrrum samherji Gylfa hjá Tottenham Hotspur, Christian Eriksen er eini leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur skorað fleiri mörk utan vítateigs síðan Gylfi lék sinn fyrsta leik í deildinni. Eriksen er þó ekki langt á undan en hann hefur skorað 22 mörk utan teigs á meðan Gylfi er með 21.
21 - Since making his Premier League debut in January 2012, only Christian Eriksen (22) has scored more goals from outside the box than Gylfi Sigurðsson (21). Sharpshooter. pic.twitter.com/N6j1luuuRD
— OptaJoe (@OptaJoe) October 19, 2019
Tengdar fréttir

Dásamar Gylfa Þór og segir hann verða vera í byrjunarliði Everton | Sjáðu eldræðu Sherwood
Tim Sherwood, fyrrum þjálfari Gylfa Þórs Sigurðssonar, telur glapræði hjá Marco Silva að láta Íslendinginn knáa byrja á varamannabekknum.

Gylfi Þór: Frábær frammistaða hjá strákunum
Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Everton er liðið mætti West Ham United á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór nýtti hins vegar mínúturnar heldur betur vel en hann skoraði glæsilegt mark sem tryggði Everton 2-0 sigur. Eftir leik var íslenski landsliðsmaðurinn tekinn í viðtal á BT Sport.

Gylfi skoraði í mikilvægum sigri
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.