Innlent

Slökkvi­lið kallað út að húsi í Reykja­nes­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Sex slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang.
Sex slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang. vísir/einar árnason

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út að húsi við Fífumóa í Reykjanesbæ á sjöunda tímanum í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja tengdist útkallið eldamennsku og að ekki hafi sérstök hætta verið á ferðum. Unnið er að reykræstingu í íbúðinni.

Tilkynningin kom um 6:40 í morgun og voru sex slökkviliðsmenn sendir á vettvang, einn slökkviliðsbíll og einn sjúkrabíll.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.