Innlent

Slökkvi­lið kallað út að húsi í Reykja­nes­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Sex slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang.
Sex slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang. vísir/einar árnason
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út að húsi við Fífumóa í Reykjanesbæ á sjöunda tímanum í morgun.Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja tengdist útkallið eldamennsku og að ekki hafi sérstök hætta verið á ferðum. Unnið er að reykræstingu í íbúðinni.Tilkynningin kom um 6:40 í morgun og voru sex slökkviliðsmenn sendir á vettvang, einn slökkviliðsbíll og einn sjúkrabíll.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.