Annað tap Barcelona sem er einungis með sjö stig eftir fimm leiki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lionel Messi svekktur í kvöld.
Lionel Messi svekktur í kvöld. vísir/getty
Barcelona tapaði sínum öðrum leik á tímabilinu er liðið beið í lægri hlut gegn Granada á útivelli 2-0. Leikurinn hluti af 5. umferðinni á Spáni.Lionel Messi og Ansu Fati voru báðir geymdir á varamannabekknum til að byrja með á útivelli í dag en það liðu einungis tvær mínútur er Ramon Azeez kom heimamönnum yfir.Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik og Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, kallaði á Fati og Messi í hálfleik. Þeir voru báðir mættir inn á er síðari hálfeikur hófst.

Það var þó Granada sem skoraði annað markið en dæmd var vítaspyrna á Arturo Vidal eftir skoðun í VARsjánni á 66. mínutu. Alvaro Vadillo fór á punktinn og skoraði.Barcelona er því með einungis sjö stig af fimmtán mögulegum í Spánarsparki en Granada er komið á toppinn. Þeir eru með tíu stig en Real getur farið á toppinn á morgun með sigri á Sevilla.Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.