Læknar á varðbergi vegna rafretta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. september 2019 14:36 Á bilinu 10-15% íslenskra unglinga nota rafrettur að staðaldri. vísir/getty Lungalæknir segir mikið áhyggjuefni hversu mörg íslensk börn nota rafrettur. Vakning sé á meðal lækna að reyna að greina veikindi tengd notkuninni. Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Drengurinn er á batavegi en hefur hlotið meðferð vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Í tilkynningu sem Landlæknisembættið sendi frá sér í gær, vegna málsins, kemur fram að birtingarmynd sjúkdómsins svipi til þess sem lýst hefur verið í Bandaríkjunum. Þar hefur verið faraldur af alvarlegum lungnasjúkdómum sem tengjast rafrettum en yfir fimm hundruð tilfelli hafa komið þar upp.Alma Dagbjört Möller, landlæknirSif Hansdóttir er yfirlæknir lungnalækninga á lyflækningasviði Landspítalans segir tilfelli drengsins það eina sem vitað er um að hafi komið upp hér á landi. „Við erum að skoða aftur í tímann einstaklinga sem hafa verið mikið veikir en ekki fundist skýring á þeirra einkennum en eins og staðan er núna höfum við ekki fundið neinn sem hefur tengst beint við veipið,“ segir Sif. Sif segir vakningu á meðal lækna að greina veikindi tengd rafrettunotkun. „Það er þannig að fólk er orðið miklu, miklu meðvitaðra, bæði læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk, eftir þessar fréttir frá Bandaríkjunum. Þannig að ég held ekki endilega að tilfellunum sé að fjölga en ég held að við séum miklu meira vakandi og þannig verið að finna tilfelli sem að við höfum mögulega áður misst af,“ segir Sif. Alma Möller landlæknir sagði í fréttum okkar í gær að vitað væri að 50% þeirra sem eru í 10. bekk hafi prófað rafrettur og að 10-15% nota þær að staðaldri. Sif segir mikilvægt að börn noti ekki rafrettur en þessar tölur um notkun komi henni þó ekki á óvart. „Í rauninni ekki miðað við þessar tölur sem er verið að birta frá Bandaríkjunum og við Íslendingar líkjumst nú svolítið í háttum því sem hefur verið að gerast þar en 10% af krökkum í 10. bekk er náttúrulega gríðarlega há tala og er mikið áhyggjuefni,“ segir Sif. Heilbrigðismál Landspítalinn Rafrettur Tengdar fréttir Hvetja til banns gegn rafrettum Rúmlega 15 prósent 10. bekkinga á Íslandi eru hugsanlega háðir rafrettum. 18. september 2019 07:15 Á spítala eftir rafrettunotkun: „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað“ Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Landlæknir segir rafrettunoktun ungmenna áhyggjuefni. 20. september 2019 19:00 Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað. 20. september 2019 11:56 Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga Grunur leikur á að veikindi unglings, sem greindist nýverið með lungnasjúkdóm hér á landi, megi rekja til rafrettunotkunar. 20. september 2019 15:44 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Lungalæknir segir mikið áhyggjuefni hversu mörg íslensk börn nota rafrettur. Vakning sé á meðal lækna að reyna að greina veikindi tengd notkuninni. Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Drengurinn er á batavegi en hefur hlotið meðferð vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Í tilkynningu sem Landlæknisembættið sendi frá sér í gær, vegna málsins, kemur fram að birtingarmynd sjúkdómsins svipi til þess sem lýst hefur verið í Bandaríkjunum. Þar hefur verið faraldur af alvarlegum lungnasjúkdómum sem tengjast rafrettum en yfir fimm hundruð tilfelli hafa komið þar upp.Alma Dagbjört Möller, landlæknirSif Hansdóttir er yfirlæknir lungnalækninga á lyflækningasviði Landspítalans segir tilfelli drengsins það eina sem vitað er um að hafi komið upp hér á landi. „Við erum að skoða aftur í tímann einstaklinga sem hafa verið mikið veikir en ekki fundist skýring á þeirra einkennum en eins og staðan er núna höfum við ekki fundið neinn sem hefur tengst beint við veipið,“ segir Sif. Sif segir vakningu á meðal lækna að greina veikindi tengd rafrettunotkun. „Það er þannig að fólk er orðið miklu, miklu meðvitaðra, bæði læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk, eftir þessar fréttir frá Bandaríkjunum. Þannig að ég held ekki endilega að tilfellunum sé að fjölga en ég held að við séum miklu meira vakandi og þannig verið að finna tilfelli sem að við höfum mögulega áður misst af,“ segir Sif. Alma Möller landlæknir sagði í fréttum okkar í gær að vitað væri að 50% þeirra sem eru í 10. bekk hafi prófað rafrettur og að 10-15% nota þær að staðaldri. Sif segir mikilvægt að börn noti ekki rafrettur en þessar tölur um notkun komi henni þó ekki á óvart. „Í rauninni ekki miðað við þessar tölur sem er verið að birta frá Bandaríkjunum og við Íslendingar líkjumst nú svolítið í háttum því sem hefur verið að gerast þar en 10% af krökkum í 10. bekk er náttúrulega gríðarlega há tala og er mikið áhyggjuefni,“ segir Sif.
Heilbrigðismál Landspítalinn Rafrettur Tengdar fréttir Hvetja til banns gegn rafrettum Rúmlega 15 prósent 10. bekkinga á Íslandi eru hugsanlega háðir rafrettum. 18. september 2019 07:15 Á spítala eftir rafrettunotkun: „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað“ Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Landlæknir segir rafrettunoktun ungmenna áhyggjuefni. 20. september 2019 19:00 Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað. 20. september 2019 11:56 Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga Grunur leikur á að veikindi unglings, sem greindist nýverið með lungnasjúkdóm hér á landi, megi rekja til rafrettunotkunar. 20. september 2019 15:44 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Hvetja til banns gegn rafrettum Rúmlega 15 prósent 10. bekkinga á Íslandi eru hugsanlega háðir rafrettum. 18. september 2019 07:15
Á spítala eftir rafrettunotkun: „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað“ Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Landlæknir segir rafrettunoktun ungmenna áhyggjuefni. 20. september 2019 19:00
Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað. 20. september 2019 11:56
Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga Grunur leikur á að veikindi unglings, sem greindist nýverið með lungnasjúkdóm hér á landi, megi rekja til rafrettunotkunar. 20. september 2019 15:44