Sport

Rakaði yfirvaraskeggið af í miðjum leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alonso er hér glæsilegur án mottunnar.
Alonso er hér glæsilegur án mottunnar. vísir/getty
Íþróttamenn eru mishjátrúarfullir en fáir hafa líklega gengið eins langt og hafnaboltakappinn Pete Alonso hjá NY Mets í MLB-deildinni.

Sá gerði sér lítið fyrir í miðjum leik og hljóp inn í klefa til þess að raka af sér yfirvaraskeggið.

„Mér leið hrikalega illa þegar ég var að reyna að hitta boltann. Það var því ekkert annað að gera en að láta mottuna fjúka,“ sagði Alonso en hann hitti reyndar ekki neitt í leiknum eftir að mottan fór.

Kappinn viðurkenndi einnig að þetta væri ekki í fyrsta skiptið sem hann rakaði sig í miðjum leik og líklega yrði þetta heldur ekki í það síðasta.

Hann hefur leikið frábærlega fyrir Mets og er með flest heimahafnarhlaup allra leikmanna í MLB-deildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.