Tæplega 400 keppendur taka þátt á Smáþjóðamóti í karate sem fram fer í Laugardalshöllinni um helgina.
Þetta er eitt stærsta karate-mót sem hefur verið haldið á Íslandi.
„Mér sýnist að þessar smáþjóðir sem koma séu með ágætis lið. Við erum líka með töluvert stóran hóp af fólki,“ sagði Ingólfur Snorrason, landsliðsþjálfari í karate, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.
„Stór hluti af þessu eru unglingar. Við erum í uppbyggingarfasa. Okkur gekk mjög vel í fyrra og hitteðfyrra og nú er bara spurning hvort við getum fylgt því eftir og krækt í fleiri verðlaun og náð betri árangri.“
Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Sport
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.