Sport

Tæplega 400 keppendur á Smáþjóðamóti í karate í Höllinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Tæplega 400 keppendur taka þátt á Smáþjóðamóti í karate sem fram fer í Laugardalshöllinni um helgina.

Þetta er eitt stærsta karate-mót sem hefur verið haldið á Íslandi.

„Mér sýnist að þessar smáþjóðir sem koma séu með ágætis lið. Við erum líka með töluvert stóran hóp af fólki,“ sagði Ingólfur Snorrason, landsliðsþjálfari í karate, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.

„Stór hluti af þessu eru unglingar. Við erum í uppbyggingarfasa. Okkur gekk mjög vel í fyrra og hitteðfyrra og nú er bara spurning hvort við getum fylgt því eftir og krækt í fleiri verðlaun og náð betri árangri.“

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.