Segir innflutning á kjöti átakanlegan í landi sauðkindarinnar Stefán Ó. Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 15. september 2019 14:59 Grípa verði til aðgerða til að stemma stigu við þróuninni, og útilokar Guðrún ekki að þær þurfi að vera af róttækari gerðinni. Fréttablaðið/Anton Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, kallar eftir því að auðlindir jarðarinnar verði nýttar með ábyrgari hætti, enda sé náttúran komin að þolmörkum. Það muni þýða breyttar neysluvenjur og segir formaðurinn í því samhengi ótækt að Íslendingar flytji matvörur um langan veg. Ábyrgð atvinnulífsins í loftslagsmálum var til umræðu á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðrún telur að lausnirnar liggi hjá atvinnurekendum og hún hvetur þá til að taka forystu í loftslagsmálum, enda sé vandinn mikill.Séum að komast að þolmörkum „Reyndin hefur sýnt okkur það að við erum að komast að þolmörkum í nýtingu á auðlindum jarðar, og við verðum að taka það til okkar og nýta hana með ábyrgari hætti. Það er sagan að segja okkur núna, annars værum við ekki að horfa á þessa miklu hlýnun jarðar,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Grípa verði til aðgerða til að stemma stigu við þróuninni, og útilokar Guðrún ekki að þær þurfi að vera af róttækari gerðinni. „Við þurfum líka örugglega harkaleg inngrip á mörgum sviðum til þess að bregðast við loftslagsvánni núna,“ bætti hún við. Alþjóðaverslun var nefnd í því samhengi, með öllum þeim mengandi vöruflutningum sem henni fylgir. Þrátt fyrir að Guðrún segist vera hlynnt alþjóðaviðskiptasamningnum, eins og aðild Íslendinga að Evrópska efnahagssvæðinu, segir hún miður að innflutningur ýmissa vara hafi aukist á kostnað innlendrar framleiðslu.Sorglegt að innflutningur sé að aukast „Við getum vitaskuld ræktað miklu meira grænmeti en við erum að gera og mér þykir sorglegt til þess að vita að innflutningur á grænmeti er að aukast stórkostlega þegar við ættum í rauninni að vera auka innlenda framleiðslu.“ Þetta eigi einnig við um innflutning á kjöti. „Mér hefur þótt það átakanlegt að hér séu veitingastaðir og verslanir að selja kjöt frá Nýja-Sjálandi, lambakjöt í landi sauðkindarinnar. Við eigum frábært lambakjöt og ég ætla ekkert að draga í efa gæði lambakjöts frá Nýja-Sjálandi. Mér persónulega finnst bara eitthvað rangt við það að við séum að flytja inn kjöt frá einu fjarlægasta landi sem við getum mögulega fundið, mér finnst eitthvað rangt við það,“ sagði Guðrún jafnframt.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Guðrúnu Hafsteinsdóttur í heild sinni. Landbúnaður Loftslagsmál Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, kallar eftir því að auðlindir jarðarinnar verði nýttar með ábyrgari hætti, enda sé náttúran komin að þolmörkum. Það muni þýða breyttar neysluvenjur og segir formaðurinn í því samhengi ótækt að Íslendingar flytji matvörur um langan veg. Ábyrgð atvinnulífsins í loftslagsmálum var til umræðu á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðrún telur að lausnirnar liggi hjá atvinnurekendum og hún hvetur þá til að taka forystu í loftslagsmálum, enda sé vandinn mikill.Séum að komast að þolmörkum „Reyndin hefur sýnt okkur það að við erum að komast að þolmörkum í nýtingu á auðlindum jarðar, og við verðum að taka það til okkar og nýta hana með ábyrgari hætti. Það er sagan að segja okkur núna, annars værum við ekki að horfa á þessa miklu hlýnun jarðar,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Grípa verði til aðgerða til að stemma stigu við þróuninni, og útilokar Guðrún ekki að þær þurfi að vera af róttækari gerðinni. „Við þurfum líka örugglega harkaleg inngrip á mörgum sviðum til þess að bregðast við loftslagsvánni núna,“ bætti hún við. Alþjóðaverslun var nefnd í því samhengi, með öllum þeim mengandi vöruflutningum sem henni fylgir. Þrátt fyrir að Guðrún segist vera hlynnt alþjóðaviðskiptasamningnum, eins og aðild Íslendinga að Evrópska efnahagssvæðinu, segir hún miður að innflutningur ýmissa vara hafi aukist á kostnað innlendrar framleiðslu.Sorglegt að innflutningur sé að aukast „Við getum vitaskuld ræktað miklu meira grænmeti en við erum að gera og mér þykir sorglegt til þess að vita að innflutningur á grænmeti er að aukast stórkostlega þegar við ættum í rauninni að vera auka innlenda framleiðslu.“ Þetta eigi einnig við um innflutning á kjöti. „Mér hefur þótt það átakanlegt að hér séu veitingastaðir og verslanir að selja kjöt frá Nýja-Sjálandi, lambakjöt í landi sauðkindarinnar. Við eigum frábært lambakjöt og ég ætla ekkert að draga í efa gæði lambakjöts frá Nýja-Sjálandi. Mér persónulega finnst bara eitthvað rangt við það að við séum að flytja inn kjöt frá einu fjarlægasta landi sem við getum mögulega fundið, mér finnst eitthvað rangt við það,“ sagði Guðrún jafnframt.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Guðrúnu Hafsteinsdóttur í heild sinni.
Landbúnaður Loftslagsmál Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira