Sport

Hörkuslagsmál á hafnaboltaleik | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Menn fengu að kenna á því í ódýrustu sætunum.
Menn fengu að kenna á því í ódýrustu sætunum.

Gengi hafnaboltaliðsins Cleveland Indians er ekki nógu gott þessa dagana og það er farið að pirra stuðningsmenn félagsins.

Svo mikið reyndar að þeir eru farnir að slást á heimaleikjum liðsins eins og sjá má hér að neðan. Kröftug slagsmál þar sem menn nýttu sér vel að vera röð ofar en næsti maður.



Indians er 2,5 sigri frá því að komast í úrslitakeppnina og útlitið ekki nógu gott.

Ekkert lið í MLB-deildinni hefur beðið lengur eftir sigri í deildinni en Indians. Cubs haðfi beðið lengst þar til Chicago-menn fóru alla leið.

Indians hefur verið á uppleið og þótti líklegt til afreka en það hefur ekki gengið eftir. Það kemur því líklega ekki titill í ár en Indians varð síðast meistari 1948.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.