Erlent

Maoríar loka á kaftein Cook

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Endurgerð Endeavour siglir í höfn í Whitby.
Endurgerð Endeavour siglir í höfn í Whitby. Nordicphotos/Getty
Bæjaryfirvöld í Mangonui hafa bannað endurgerð skipsins Endeavour að koma í höfn í tilefni þess að 250 ár eru síðan skipherrann James Cook sigldi fyrstur Evrópumanna í kringum Nýja-Sjáland. Bærinn er að mestu byggður Maoríum en þjóðin á slæmar minningar um Cook.„Hann var villimaður,“ sagði Anahera Herbert-Graves, leiðtogi Ngati Kahu iwi ættbálksins. „Hvert sem hann fór voru morð, mannrán, nauðganir.“Skipið siglir sama hring og Cook gerði árin 1769 og 1770. Hefur siglingin verið gagnrýnd fyrir að upphefja nýlendustefnuna.Ráðuneytisstjóri menningarmálaráðuneytisins segist skilja tilfinningar frumbyggjanna og að skipið muni aðeins stoppa þar sem það er velkomið.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.