Fótbolti

Ronaldo segir ræktarferðir ástæðuna fyrir því að hann sé 34 ára en líti út eins og hann sé 28

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cristiano Ronaldo skoðar leikvanginn hjá Atletico Madrid í gær fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld.
Cristiano Ronaldo skoðar leikvanginn hjá Atletico Madrid í gær fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. vísir/getty
Cristiano Ronaldo fór ítarlega yfir því í viðtali við Piers Morgan, sem var birt í gær, hvernig hann getur haldið sér á meðal þeirra bestu þrátt fyrir hækkandi aldur.

Ronaldo er orðinn 34 ára gamall en er enn á meðal bestu leikmanna heims og líkamlegt atgervi hans hefur oft á tíðum verið rætt en það er ofboðslega gott.

Í viðtalinu stóra í gær var Ronaldo spurður út í sinn helsta styrkleika og hann var ekki lengi að svara:

„Ég held að minn mesti styrkleiki sé hugarfarið. Að vera með gæði er ekki nóg lengur,“ sagði Ronaldo í viðtalinu stóra í gær.

„Ég get vaknað, leikið mér með krökkunum en svo verð ég að fara í ræktina í 30 til 40 mínútur. Það er munurinn.“







„Það er ástæðan fyrir því að ég er 34 ára en lít út eins og ég sé 28 ára,“ sagði Portúgalinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×