Sport

Heyrnarlaus maður að skrifa nýja sögu í tennisnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lee Duck-hee.
Lee Duck-hee. Getty/Cameron Spencer

Suður-Kóreumanninum Lee Duck-hee hefur tekist það sem enginn annar í hans stöðu hefur náð að gera í sögu atvinnumannamótarraðarinnar í tennis.

Hinn 21 árs gamli Lee Duck-hee vann sögulegan sigur á Svisslendingnum Henri Laaksonen, 7-6 og 6-1, á Opna Winston-Salem tennismótinu í Norður Karólínu.

Með þessum sigri varð Lee Duck-hee fyrsti heyrnarlausi maðurinn til að vinna leik í aðalkeppni á atvinnumannamótaröðinni í tennis. Lee Duck-hee er í 212. sæti á heimslistanum.„Fólk gerði grín að mér vegna fötlunar minnar. Þau sögðu líka að ég ætti ekki að vera að keppa í tennis,“ sagði Lee Duck-hee.

„Ég vildi sýna það og sanna fyrir öllum að ég gæti þetta alveg,“ sagði Lee Duck-hee.

„Skilaboð mín til heyrnarlausa er að ekki ekki láta draga kjarkinn úr þér. Ef þú leggur mikið á þig þá er allt hægt,“ sagði Duck-hee.Lee Duck-hee mætti á blaðamannafundinn með unnustu sína, Soopin, sér við hlið. Hún aðstoðaði þegar kom að því að svara spurningum á ensku.

Duck-hee notar ekki fingramál heldur treystir á varalestur.

Bretinn Andy Murray er einn af leikmönnunum sem hafa stutt við bakið á Lee Duck-hee og Murray hefur líka bent á það staðreynd að það sé mjög erfitt að greina hraða boltans án þess að heyra hljóðið í honum.  „Eyru okkar tennisspilara greina margt mikilvægt í leikjunum,“ sagði Andy Murray.

Næsti mótherji Duck-hee er Hubert Hurkacz.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.