Lífið

Quentin Tarantino og Daniella Pick eiga von á barni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hjónin giftu sig fyrir um ári síðan og eiga nú von á barni. Daniella Pick lék í nýjustu kvikmynd leikstjórans Once Upon a Time in Hollywood.
Hjónin giftu sig fyrir um ári síðan og eiga nú von á barni. Daniella Pick lék í nýjustu kvikmynd leikstjórans Once Upon a Time in Hollywood. Getty/Ernesto Ruscio
Kvikmyndagerðamaðurinn Quentin Tarantino og söngkonan Daniella Pick gengu í hjónaband árið 2018 eftir að hafa verið saman í tæpt ár. Þau eiga nú von á sínu fyrsta barni.„Daniella og Quentin Tarantino eru í sjöunda himni að fá að tilkynna að þau eiga von á barni,“ sagði talsmaður hjónanna í samtali við tímaritið People.Tarantino er þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Inglorious Basterds, Django: Unchained, Pulp Fiction, Kill Bill og nú síðast Once Upon a Time in Hollywood.Kvikmyndagerðamaðurinn fór í viðtal í tengslum við frumsýninguna í Jimmy Kimmel Live! í síðasta mánuði þar sem hann sagðist hafa staðið sig að því ,síðastliðin ár, að hugsa til þess að hann hefði hann gert fjölmargar kvikmyndir en hann væri engu að síður einn og barnlaus. „Ég er núna nýkvæntur og mig langar að eignast börn,“ sagði Tarantino sem er 56 ára.„Ég er dálítinn skotinn í hugmyndinni að gera tíu kvikmyndir og svo búmm! þá er það komið, búið og gert,“ sagði Tarantino.Nýjasta kvikmyndin úr smiðju Tarantinos skartar þeim Leonardo DiCaprio, Brad Pitt og Margot Robbie í aðalhlutverkum. Kvikmyndin er nýjunda í röðinni en Tarantino íhugar nú að gera eina kvikmynd til viðbótar og segja þetta síðan gott.Daniella er fyrirsæta og leik- og söngkona frá Ísrael en hún leikur einnig í Once Upon a Time in Hollywood.

Tarantino gagnrýndur í MeToo byltingunni

Eftir að fréttir tóku að spyrjast út af kynferðislegu ofbeldi framleiðandans Harvey Weinstein, vinar Tarantinos, gagnvart konum í skemmtanaiðnaðinum var Tarantino sjálfur gagnrýndur fyrir að hafa vitað af ofbeldinu og ekki aðhafst neitt í málinu.Tarantino sagði í yfirlýsingu að hann hefði vitað nóg um framferði Weinsteins til að hafa átt að gera mun meira en hann gerði til að koma konum til hjálpar.Þá steig leikkonan Rose McGowan fram og sakaði leikstjórann um að hafa talað um sig, í vitna viðurvist, með kynferðislegum hætti og sagði hann hafa blæti fyrir fótleggjum.Leikonan Uma Thurman steig þá einnig fram. Hún hefði í mörg ár verið reið og sár vegna dómgreindarleysis Tarantinos sem hefði orðið til þess að hún lenti í bílsslysi við tökur á kvikmyndinni Kill Bill undir hans stjórn. Thurman birti myndband af slysinu og sagði framleiðendur hafa reynt að koma í veg fyrir að atvikið myndi fréttast af ótta við að Thurman myndi höfða mál.„Ég sagði henni að vegurinn væri beinn. Ég sagði henni að þetta væri öruggt og þetta var það ekki. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég neyddi hana ekki í bílinn en hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér,“ sagði Tarantino í viðtali við Deadline. Það væri ekkert sem hann sæi jafn mikið eftir og að hafa valdið þessu bílslysi.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.