Fjórir látnir og 100 særðir eftir að hafa orðið fyrir eldingu í Póllandi Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2019 22:09 Frá björgunaraðgerðum við nærri Tatra-fjöllum í Póllandi í dag. Vísir/EPA Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 100 særðust þegar þeir urðu fyrir eldingum í þrumuveðri í Tatra-fjöllum Póllandi í dag. Þetta er haft eftir forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki, á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Öflugustu eldingunni laust niður í hóp fjallgöngumanna nærri toppi fjallsins Giewont í suðurhluta landsins. Einn lét lífið í Slóvakíu eftir að hafa fengið eldingu í sig í dag en BBC segir að eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Er þetta þrumuveður sagt hafa haft lítinn aðdraganda. Glaða sólskin var víðast hvar þegar íbúar landsins vöknuðu en síðan dundu hörmungarnar yfir. „Það bjóst enginn við að þetta myndi skella svo hratt á. Þetta var eitthvað sem var ómögulegt að spá fyrir um,“ sagði Morawiecki þegar hann tjáði sig um málið á neyðarfundi vegna þessara hamfara. Toppur Giewon-fjallsins er 1.894 metra yfir sjávarmáli en þar má finna fimmtán metra háan málmkross. Talið er að eldingu hafi slegið niður í krossinn þegar hópur fjallgöngumanna var við hann. Er straumurinn úr eldingunni sagður hafa farið í gegnum keðju sem var komið upp til að tryggja förin upp á toppinn. Íbúí í bænum Zakopane, sem er nærri fjallinu Giewon, náði þessu myndbandi af þrumuveðrinu. Hefur bæjarstjóri Zakopane, Leszek Dorula, lýst yfir sorgardegi á föstudag. Tymczasem w #zakopane jakby wojna! #podhale #thunder #grzmot #pioruny #thunderstorm pic.twitter.com/IG8m9DnAdx— Maciej Kleniewski (@mkleniewski) 22 August 2019 Pólland Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 100 særðust þegar þeir urðu fyrir eldingum í þrumuveðri í Tatra-fjöllum Póllandi í dag. Þetta er haft eftir forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki, á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Öflugustu eldingunni laust niður í hóp fjallgöngumanna nærri toppi fjallsins Giewont í suðurhluta landsins. Einn lét lífið í Slóvakíu eftir að hafa fengið eldingu í sig í dag en BBC segir að eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Er þetta þrumuveður sagt hafa haft lítinn aðdraganda. Glaða sólskin var víðast hvar þegar íbúar landsins vöknuðu en síðan dundu hörmungarnar yfir. „Það bjóst enginn við að þetta myndi skella svo hratt á. Þetta var eitthvað sem var ómögulegt að spá fyrir um,“ sagði Morawiecki þegar hann tjáði sig um málið á neyðarfundi vegna þessara hamfara. Toppur Giewon-fjallsins er 1.894 metra yfir sjávarmáli en þar má finna fimmtán metra háan málmkross. Talið er að eldingu hafi slegið niður í krossinn þegar hópur fjallgöngumanna var við hann. Er straumurinn úr eldingunni sagður hafa farið í gegnum keðju sem var komið upp til að tryggja förin upp á toppinn. Íbúí í bænum Zakopane, sem er nærri fjallinu Giewon, náði þessu myndbandi af þrumuveðrinu. Hefur bæjarstjóri Zakopane, Leszek Dorula, lýst yfir sorgardegi á föstudag. Tymczasem w #zakopane jakby wojna! #podhale #thunder #grzmot #pioruny #thunderstorm pic.twitter.com/IG8m9DnAdx— Maciej Kleniewski (@mkleniewski) 22 August 2019
Pólland Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira