Sport

Guðrún Brá á fimm höggum yfir pari

Smári Jökull Jónsson skrifar
Þetta er í annað sinn sem Guðrún Brá keppir á þessari sterkustu mótaröð Evrópu.
Þetta er í annað sinn sem Guðrún Brá keppir á þessari sterkustu mótaröð Evrópu. GSÍ/Seth
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi, er á fimm höggum yfir pari á Opna tékkneska mótinu en mótið er hluti af LET-mótaröðinni.

Mótið er samvinnuverkefni LET-Evrópumótaraðarinnar og LET-Access mótaraðarinnar en Guðrún Brá er með keppnisrétt á þeirri síðarnefndu. LET-mótaröðin er sú sterkasta hjá atvinnukylfingum í Evrópu í kvennaflokki.

Guðrún Brá hóf leik á fyrsta hring í dag. Hún lék á 77 höggum, fékk einn fugl og sex skolla og er í 103.-113.sæti á fimm höggum yfir pari. Efstar eru þær Patricie Mackova frá Tékklandi, Agathe Sauzon frá Frakklandi og hin sænska Johanna Gustavsson en þær léku allar á sex höggum undir pari. 

Mótið fer fram á Karlstejn vellinum rétt utan við Prag í Tékklandi. Þetta er í annað sinn sem Guðrún Brá fær tækifæri á mótaröð sterkustu kylfinga Evrópu en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á La Reserva Sotogrande mótinu sem fram fór í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×