Sport

Guðrún Brá á fimm höggum yfir pari

Smári Jökull Jónsson skrifar
Þetta er í annað sinn sem Guðrún Brá keppir á þessari sterkustu mótaröð Evrópu.
Þetta er í annað sinn sem Guðrún Brá keppir á þessari sterkustu mótaröð Evrópu. GSÍ/Seth

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi, er á fimm höggum yfir pari á Opna tékkneska mótinu en mótið er hluti af LET-mótaröðinni.

Mótið er samvinnuverkefni LET-Evrópumótaraðarinnar og LET-Access mótaraðarinnar en Guðrún Brá er með keppnisrétt á þeirri síðarnefndu. LET-mótaröðin er sú sterkasta hjá atvinnukylfingum í Evrópu í kvennaflokki.

Guðrún Brá hóf leik á fyrsta hring í dag. Hún lék á 77 höggum, fékk einn fugl og sex skolla og er í 103.-113.sæti á fimm höggum yfir pari. Efstar eru þær Patricie Mackova frá Tékklandi, Agathe Sauzon frá Frakklandi og hin sænska Johanna Gustavsson en þær léku allar á sex höggum undir pari. 

Mótið fer fram á Karlstejn vellinum rétt utan við Prag í Tékklandi. Þetta er í annað sinn sem Guðrún Brá fær tækifæri á mótaröð sterkustu kylfinga Evrópu en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á La Reserva Sotogrande mótinu sem fram fór í maí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.