Sport

Íslendingar hafa unnið allar skeiðgreinar í fullorðinsflokki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Konráð Valur vann sigur í 100 metra skeiði.
Konráð Valur vann sigur í 100 metra skeiði. mynd/eiðfaxi

Íslendingar hafa unnið allar skeiðgreinar í fullorðinsflokki á HM íslenska hestsins í Berlín.

Konráð Valur Sveinsson og Losti frá Ekru urðu heimsmeistarar í 100 metra skeiði. Tími þeirra var 7,35 sekúndur.

Teitur Árnason á Dynfara frá Steinnesi varð heimsmeistari í gæðingaskeiði.

Guðmundur Björgvinsson og Glúmur frá Þóroddsstöðum unnu til gullverðlauna í 250 metra skeiði.

Nánar má lesa um gang mála á HM íslenska hestsins á vefsíðu Eiðfaxa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.