Sport

Keilumaður féll á lyfjaprófi og var sviptur gullverðlaunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Notkun ólöglegra lyfja er ekki algeng í keilu en Jean Perez frá Púertó Ríkó var gripinn glóðvolgur.
Notkun ólöglegra lyfja er ekki algeng í keilu en Jean Perez frá Púertó Ríkó var gripinn glóðvolgur. vísir/getty

Keilumaðurinn Jean Perez frá Púerto Ríkó var sviptur gullverðlaunum sínum í tvíliðaleik karla á Pan American-leikunum eftir að hann féll á lyfjaprófi.

Efnið chlorthalidone fannst í sýni Perez. Það er m.a. notað við of háum blóðþrýstingi.

Í yfirlýsingu frá keilusambandi Púerto Ríkó segir að Perez hafi notað lyfið að læknisráði og það hafi ekki haft nein áhrif á frammistöðu hans.

Þrátt fyrir það var Púertó Ríkó svipt gullverðlaunum í tvíliðaleik karla. Bandaríkin fengu því gull í staðinn fyrir silfur og Kólumbía silfur í staðinn fyrir brons.

Samkvæmt tölum frá Wada, Alþjóða lyfjaeftirlitinu, fundust ólögleg lyf í þremur af 160 prófum sem voru framkvæmd á keilufólki árið 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.