Erlent

Hrottafengin líkamsárás á Andy Dick náðist á öryggismyndavél

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Margir kannast við grínistann Andy Dick.
Margir kannast við grínistann Andy Dick. Vísir/Getty
Lögreglan í New Orleans í Bandaríkjunum rannsakar nú hrottafengna líkamsárás sem grínistinn Andy Dick varð fyrir utan skemmtistað í Franska hverfinu í borginni um helgina. Árásin náðist á öryggismyndavél.Á myndbandinu má sjá karlmann í dökkum fatnaði snúa sér skyndilega að Dick, sem hafði verið að skemmta í bænum síðastliðið föstudagskvöld. Sjá má hvernig árásarmaðurinn lætur eitt högg dynja á Dick af fullum þunga, með þeim afleiðingum að Dick kastaðist í nærliggjandi byggingu áður en hann féll til jarðar.Sjálfur segir Dick að hann hafi verið meðvitundarlaus í um fimmtán mínútur eftir höggið. Var hann fluttur með skyndi á gjörgæslu þar sem hann undirgekkst rannsóknir vegna ótta um heilablæðingu.Lögreglan í New Orleans hefur þegar handtekið manninn sem grunaður er um árásina en ekki liggur fyrir hvað árásarmanninum gekk til.Dick er þekktur grínisti í Bandaríkjunum og hefur leikið í fjölda grínþátta og kvikmynda, ber þar helst að nefna The Ben Stiller Show og kvikmyndina Reality Bites.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.