Fótbolti

Alfreð skrifar undir nýjan þriggja ára samning við Augsburg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð Finnbogason fagnar marki í leik með Augsburg.
Alfreð Finnbogason fagnar marki í leik með Augsburg. vísir/
Alfreð Finnbogason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Augsburg og er því með samning hjá félaginu fram til ársins 2022.

Þetta var tilkynnt á vef Augsburgar í morgun en Alfreð hefur leikið með félaginu síðan 2016. Þar hefur hann raðað inn mörkum fyrir félagið eftir að hafa komið frá Real Sociedad.





Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli í sumar en á síðasta ári skoraði hann tíu mörk í þeim átján leikjum sem hann spilaði í þýsku úrvalsdeildinni.

Alfreð skoraði mark á hverjum 135 mínútum sem hann spilaði en einnig skoraði hann eitt mark í þýsku bikarkeppninni í tveimur leikjum.

Landsliðsframherjinn verður því áfram hjá Augsburg en samningur hans hefði runnið út næsta sumar.

Augsburg mætir Dortmund í fyrsta leik þýsku úrvalsdeildarinnar um helgina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×