Í hópi mótmælenda verða meðlimir American Guard, sem er hvítur-þjóðernissinnaður hópur, Three Percenters, sem er hernaðarhópur sem er andsnúinn ríkinu, Daily Stormers, sem er hópur nýnasista, og Proud Boys en meðlimir hópsins skipulögðu mótmælin.

Ted Wheeler, borgarstjóri Portland, segir fólk sem ætlar að breiða út hatri eða sé með ofbeldi í huga sé ekki velkomið í borginni. Hann segir jafnframt stóran hóp lögreglumanna verða á svæðinu ef eitthvað kemur upp. Þá mun ekki einn einasti lögreglumaður borgarinnar fá frí þennan dag og munu fulltrúar frá ríkislögreglu Oregon og alríkislögreglunni vera borgarlögreglu innan handar