Erlent

And-fasískum mót­mælum mót­mælt í Port­land

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Búið er að loka einhverjum götum í miðborg Portland vegna mótmælanna.
Búið er að loka einhverjum götum í miðborg Portland vegna mótmælanna. AP/Gillian Flaccus
Mikill viðbúnaður er í Portland borg í Oregon ríki í Bandaríkjunum í dag vegna tveggja skipulagðra mótmæla sem fara fram í dag. Öfgahægrimenn hyggjast safnast saman og mótmæla and-fasískum hópum. Yfirskrift mótmælanna er „Bindum enda á innlend hryðjuverk.“

Í hópi mótmælenda verða meðlimir American Guard, sem er hvítur-þjóðernissinnaður hópur, Three Percenters, sem er hernaðarhópur sem er andsnúinn ríkinu, Daily Stormers, sem er hópur nýnasista, og Proud Boys en meðlimir hópsins skipulögðu mótmælin.

Joey Gibson, leiðtogi öfgahægri hópsins Patriot Prayer var handtekinn eftir mótmæli fyrr í ágúst.AP/John Ruddoff
Búist er við að and-fasískir mótmælendur frá svæðinu, sem eru þekktir sem Antifa, munu einnig vera á staðnum til að mótmæla hinum mótmælunum. Meðlimir Antifa hafa áður beitt ofbeldi á mótmælum þegar deilur hafa komið upp á milli hópa.

Ted Wheeler, borgarstjóri Portland, segir fólk sem ætlar að breiða út hatri eða sé með ofbeldi í huga sé ekki velkomið í borginni. Hann segir jafnframt stóran hóp lögreglumanna verða á svæðinu ef eitthvað kemur upp. Þá mun ekki einn einasti lögreglumaður borgarinnar fá frí þennan dag og munu fulltrúar frá ríkislögreglu Oregon og alríkislögreglunni vera borgarlögreglu innan handar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×