Enski boltinn

„Erfiðasta starfið síðan Abramovich eignaðist Chelsea“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frank Lampard eftir leikinn í gær.
Frank Lampard eftir leikinn í gær. vísir/getty
Greame Souness, sparkspekingur Sky Sports, segir að stjórastarf Frank Lampard hjá Chelsea sé það erfiðasta síðan Roman Abramovich eignaðist félagið árið 2003.Margir félagar hafa komið og farið hjá Chelsea á sextán ára ferli Rússans hjá Chelsea en Lampard tók við starfinu af Maurizio Sarri í sumar.Félagaskiptabann, áhugaleysi eigandans og að missa einn besta leikmann heims hjálpar ekki Lampard sem er með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni.Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Leicester á heimavelli í gær og nældi sér þar með í fyrsta stigið.„Ég held að þetta sé erfiðasta starfið fyrir stjóra Chelsea síðan Roman Abramovich tók yfir félagið. Eigandinn virðist hafa msist áhugann á félaginu og það skiptir máli,“ sagði Souness.„Félagaskiptabannið er einnig stór þáttur og að missa einn af bestu leikmönnum heims, Eden Hazard, og einn besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar síðustu fimm eða sex ár er ekki auðvelt.“„Hann þarfnast tíma og þú getur ekki dæmt Frank Lampard af því sem þú sérð núna. Hann erfði þetta bara. Það er ekki mikið rangt þarna en þeir þurfa bara að skoða fleiri mörk.“„Þegar þeir eru á deginum sínum er æðislegt að horfa á þá en þegar það fer í hina áttina eru ekki margir sem hræðast þá. Við höfum séð það tvisvar í fyrstu tveimur leikjunum; á Old Trafford og í dag,“ sagði Souness.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.