Fyrirgefur árásarmanninum sem myrti son hans Sylvía Hall skrifar 6. ágúst 2019 20:03 21 lét lífið í skotárásinni á laugardag. Vísir/Getty Á meðal þeirra sem létust í skotárásinni í verslun Walmart voru hjónin Jordan og Andre Anchondo sem voru, ásamt tveggja mánaða syni þeirra, að versla skólaföng fyrir börnin sín. Jordan lést þegar hún reyndi að skýla syni þeirra fyrir skotum árásarmannsins og fannst hann á lífi undir líki móður sinnar. Lík Andre fannst svo í gær eftir erfiða bið fjölskyldunnar milli vonar og ótta en hann var aðeins 23 ára gamall þegar hann lést. Faðir Andre, Gilbert Anchondo, segir trúna hjálpa sér á þessum erfiðu tímum og að hann fyrirgefi árásarmanninum.Sjá einnig: Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu „Árásarmaðurinn gæti verið sonur minn. Ég fyrirgef honum því hann var ekki með réttu ráði. Djöfullinn var í honum. Ég er mjög trúfastur og ég fyrirgef honum,“ segir Gilbert í samtali við BBC. Hann hafði séð ungu fjölskylduna sama morgun og árásin átti sér stað. Hann hafði verið of seinn í vinnu og keyrði fram hjá húsi þeirra þar sem þau voru að búa sig undir að skutla dóttur sinni, Skylin, á klappstýruæfingu áður en þau lögðu leið sína í Walmart en Skylin fagnaði fimm ára afmæli þennan dag. Rúmum klukkutíma síðar bárust fregnir af skotárásinni. „Ég sé eftir því að hafa ekki stoppað og gefið þeim faðmlag, blessun og koss. En ég sá að þau voru hamingjusöm. Ég vildi ekki angra þau,“ segir Gilbert.Jordan og Andre giftu sig í fyrra.FacebookBróðirinn beðinn um að bera kennsl á mágkonu sína Þegar fjölskyldan heyrði af skotárásinni reyndu þau að setja sig í samband við Jordan og Andre um leið. Stuttu síðar barst bróður Andre, Tito, símtal úr númeri sem hann þekkti ekki. Þegar hann svaraði símanum var hann spurður hvort hann gæti borið kennsl á mágkonu sína Jordan en númer hans hafði komið upp á snjallúri hennar þegar þau reyndu að ná sambandi við hjónin. Þeim var sagt að Jordan hefði látið lífið í árásinni en sonur þeirra, Paul, væri á sjúkrahúsi eftir tveir fingur hans höfðu brotnað í árásinni. Lík Andre fannst ekki fyrr en í gær en fjölskyldan segist hafa haldið í vonina. Paul hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er nú í umsjá ömmu sinnar og afa. Tito, eldri bróðir Andre, segist vilja ættleiða drenginn en hann á sjálfur barn sem fæddist um svipað leyti og drengurinn. Þó börnin séu ung segir hann það vera erfitt að hugsa til þess að dóttir þeirra hjóna muni alltaf hugsa til afmælisdagsins sem dagsins sem móðir hennar dó.Reyndi að stöðva árásarmanninn Að sögn Tito sýna upptökur úr öryggismyndavélum að Andre hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þegar hann ætlaði að grípa vopnið hafi hann hins vegar skotið hann og hæft bæði hann og Jordan. „Ég er mjög stoltur af bróður mínum. Hann dó sem hetja. En ég er mjög leiður og reiður yfir því sem gerðist,“ segir Tito. „Ég mun alltaf muna að hann dó við það að reyna að bjarga eiginkonu sinni og syni – og jafnvel fleirum. Hann drýgði hetjudáð. En hann var alltaf þannig, jafnvel þegar hann var yngri.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 21 árs karlmaður grunaður um skotárásina Í það minnsta tuttugu létu lífið í skotárás í verslunarkjarna í El Paso í Texasríki í dag og tuttugu og sex eru slasaðir. 3. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Á meðal þeirra sem létust í skotárásinni í verslun Walmart voru hjónin Jordan og Andre Anchondo sem voru, ásamt tveggja mánaða syni þeirra, að versla skólaföng fyrir börnin sín. Jordan lést þegar hún reyndi að skýla syni þeirra fyrir skotum árásarmannsins og fannst hann á lífi undir líki móður sinnar. Lík Andre fannst svo í gær eftir erfiða bið fjölskyldunnar milli vonar og ótta en hann var aðeins 23 ára gamall þegar hann lést. Faðir Andre, Gilbert Anchondo, segir trúna hjálpa sér á þessum erfiðu tímum og að hann fyrirgefi árásarmanninum.Sjá einnig: Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu „Árásarmaðurinn gæti verið sonur minn. Ég fyrirgef honum því hann var ekki með réttu ráði. Djöfullinn var í honum. Ég er mjög trúfastur og ég fyrirgef honum,“ segir Gilbert í samtali við BBC. Hann hafði séð ungu fjölskylduna sama morgun og árásin átti sér stað. Hann hafði verið of seinn í vinnu og keyrði fram hjá húsi þeirra þar sem þau voru að búa sig undir að skutla dóttur sinni, Skylin, á klappstýruæfingu áður en þau lögðu leið sína í Walmart en Skylin fagnaði fimm ára afmæli þennan dag. Rúmum klukkutíma síðar bárust fregnir af skotárásinni. „Ég sé eftir því að hafa ekki stoppað og gefið þeim faðmlag, blessun og koss. En ég sá að þau voru hamingjusöm. Ég vildi ekki angra þau,“ segir Gilbert.Jordan og Andre giftu sig í fyrra.FacebookBróðirinn beðinn um að bera kennsl á mágkonu sína Þegar fjölskyldan heyrði af skotárásinni reyndu þau að setja sig í samband við Jordan og Andre um leið. Stuttu síðar barst bróður Andre, Tito, símtal úr númeri sem hann þekkti ekki. Þegar hann svaraði símanum var hann spurður hvort hann gæti borið kennsl á mágkonu sína Jordan en númer hans hafði komið upp á snjallúri hennar þegar þau reyndu að ná sambandi við hjónin. Þeim var sagt að Jordan hefði látið lífið í árásinni en sonur þeirra, Paul, væri á sjúkrahúsi eftir tveir fingur hans höfðu brotnað í árásinni. Lík Andre fannst ekki fyrr en í gær en fjölskyldan segist hafa haldið í vonina. Paul hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er nú í umsjá ömmu sinnar og afa. Tito, eldri bróðir Andre, segist vilja ættleiða drenginn en hann á sjálfur barn sem fæddist um svipað leyti og drengurinn. Þó börnin séu ung segir hann það vera erfitt að hugsa til þess að dóttir þeirra hjóna muni alltaf hugsa til afmælisdagsins sem dagsins sem móðir hennar dó.Reyndi að stöðva árásarmanninn Að sögn Tito sýna upptökur úr öryggismyndavélum að Andre hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þegar hann ætlaði að grípa vopnið hafi hann hins vegar skotið hann og hæft bæði hann og Jordan. „Ég er mjög stoltur af bróður mínum. Hann dó sem hetja. En ég er mjög leiður og reiður yfir því sem gerðist,“ segir Tito. „Ég mun alltaf muna að hann dó við það að reyna að bjarga eiginkonu sinni og syni – og jafnvel fleirum. Hann drýgði hetjudáð. En hann var alltaf þannig, jafnvel þegar hann var yngri.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 21 árs karlmaður grunaður um skotárásina Í það minnsta tuttugu létu lífið í skotárás í verslunarkjarna í El Paso í Texasríki í dag og tuttugu og sex eru slasaðir. 3. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02
21 árs karlmaður grunaður um skotárásina Í það minnsta tuttugu létu lífið í skotárás í verslunarkjarna í El Paso í Texasríki í dag og tuttugu og sex eru slasaðir. 3. ágúst 2019 23:15