Bíó og sjónvarp

James Earl Jones og Wesley Snipes til liðs við Eddie Murphy í Coming 2 America

Andri Eysteinsson skrifar
Jones og Snipes árið 2008.
Jones og Snipes árið 2008. Getty/Bruce Glikas

Bæst hefur í leikaralið myndarinnar Coming 2 America sem er framhald grínmyndarinnar Coming to America frá 1988. Metro greinir frá.

James Earl Jones snýr aftur sem konungur Zamunda og faðir Akeems prins sem leikinn er af Eddie Murphy. Þá mun Arsenio Hall snúa aftur en með í för verða Saturday Night Live stjarnan Leslie Jones og Blade-leikarinn og skattsvikarinn Wesley Snipes.

Ekki er orðið ljóst hvaða hlutverk Leslie Jones mun leika en Snipes verður í hlutverki Hershöfðingjans Izzi.

Áætlað er að framhaldsmyndin Coming 2 America verði sýnd í kvikmyndahúsum í lok næsta ársAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.