Enski boltinn

Iwobi sjöundi leikmaðurinn sem Everton fær í glugganum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alex Iwobi er genginn í raðir Everton en hann er sjöundi leikmaðurinn sem Marco Silva fær í sumarglugganum til þeirra bláklæddu í Bítlaborginni.

Everton náði samkomulagi við Arsenal skömmu fyrir gluggalok um 40 milljóna punda samkomulagi milli félaganna en Iwobi er fæddur og uppalinn hjá Arsenal.

Leikmaðurinn gekkst undir læknisskoðun í London skömmu eftir að félögin komust að samkomulagi en öllum pappírum var skilað inn fyrir klukkan fjögur. Því fengu liðin frest til sex til þess að klára félagaskiptin.







Hann er sjöundi leikmaðurinn sem Everton fær í sumar en áður höfðu þeir Jonas Lossl, Djibril Sidibe, Andre Gomes, Fabian Delph, Jean-Philippe Gbamin og Moise Kean gengið í raðir Everton.

Iwobi hefur skorað fimmtán mörk í þeim 149 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Arsenal en hann var reglulega í liðinu hjá Unai Emery, stjóra Arsenal, á síðustu leiktíð.

Koma Nicolas Pepe til Arsenal fyrr í sumar gerði það að verkum að Iwobi sá fram á minnkandi spilatíma og því ákvað Arsenal að selja hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×