Sport

Vann heimsleikana í CrossFit og skellti sér síðan strax í fjallaferð til Perú

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tia-Clair Toomey fagnar sigri og er svo kominn upp í fjöllinn í Perú með eiginmanni sínum og þjálfara. Shane Orr.
Tia-Clair Toomey fagnar sigri og er svo kominn upp í fjöllinn í Perú með eiginmanni sínum og þjálfara. Shane Orr. Samsett mynd/Instagram síða Tiu-Clair Toomey

Tia-Clair Toomey vann yfirburðarsigur í kvennaflokki á heimsleikunum í CrossFit í ár og fagnaði þar sem sigri þriðja árið í röð.

Toomey bætti þar með met Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínar Tönju Davíðsdóttur sem voru fyrir þessa leik sigursælustu CrossFit-konur sögunnar ásamt Tiu-Clair Toomey. Nú á sú ástralska metið ein en Tia-Clair Toomey hefur endaði í fyrsta eða öðru sæti á fimm heimsleikum í röð.

Tia-Clair Toomey endaði með 1071 stig í ár eða 195 stigum meira en sú sem var í öðru sæti. Toomey vann alls fimm greinar og endaði meðal þriggja efstu í þremur greinum til viðbótar. Tia-Clair Toomey endaði með 287 stigum meira en efsta íslenska konan sem var Katrín Tanja Davíðsdóttir í fjórða sætinu.

Hvað gerir þú þegar þú verður fyrsta konan í sögu heimsleikanna til að vera hraustasta kona heims þrjú ár í röð?

Tia-Clair Toomey fór ekki heim til Ástralíu, á flakk um Bandaríkin eða á sólarströnd til hvíla lúin bein.

Nei, Tia-Clair Toomey lagði strax á stað í fjallaferð til Perú í Suður-Ameríku en Instagram-fylgjendur hennar hafa getað fylgst með ævintýrum hennar síðustu daga.

Hún var síðast stödd í borginni Cusco í suður Perú en sú borg er í Andesfjöll og er í 3400 metra hæð yfir sjávarmáli. 
 
 
View this post on Instagram
Celebrating @shaneorr01 30th in Peru. @prestonsmithphotography
A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.