Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin sem komu KR í úrslitin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

KR spilar til bikarúrslita í fótbolta eftir 2-0 sigur á Þór/KA í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag.

Ásdís Karen Halldórsdóttir kom heimakonum í KR yfir eftir tæplega klukkutíma leik í Vesturbæ Reykjavíkur.

Hin nýsjálenska Betsy Hassett, sem er ný komin til baka eftir HM í fótbolta, bætti svo öðru markinu við undir lokin og tryggði KR sigurinn.

KR mætir Selfossi í bikarúrslitunum um miðjan ágúst á Laugardalsvelli.

Mörkin sem komu KR-ingum þangað má sjá hér efst í fréttinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.