Enski boltinn

Segja de Gea búinn að samþykkja sex ára samning

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David de Gea
David de Gea vísir/getty

David de Gea er búinn að samþykkja sex ára samning við Manchester United sem gerir hann að launahæsta markverði heims. Sunday Telegraph greinir frá þessu í dag.

Samkvæmt breska blaðinu er samningurinn andvirði 117 milljón punda sem eru um 375 þúsund pund í vikulaun.

Þegar Manchester United kemur aftur til Englands eftir æfingaferðina í Singapúr mun de Gea skrifa undir samninginn.

Eftir erfitt tímabil síðasta vetur var de Gea mikið orðaður við önnur félög og er hann sagður hafa hugsað sig vel um hvað hann vildi gera áður en hann ákvað að samþykkja samning United.

De Gea er 28 ára gamall Spánverji sem hefur verið í herbúðum Manchester United síðan árið 2011. Hann hefur á þeim tíma fjórum sinnum verið valinn leikmaður ársins hjá félaginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.